Umfjöllun: Stríðsdans Framara fyrir norðan Hjalti Þór Hreinsson skrifar 25. mars 2010 20:47 Haraldur Þorvarðarson var markahæstur Framara í kvöld. Fréttablaðið Fram vann frábæran fimm marka sigur á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Lokatölur 26-31 fyrir Framara sem hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Akureyri hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir liðunum í botnbaráttunni. Fyrri hálfleikur var illa leikinn af hálfu beggja liða. Akureyringar náðu ekki upp einkenni sínu, góðum varnarleik, á meðan þeir skutu hræðilega illa úr góðum færum. Sókn Framara var að sama skapi ómarkviss og þeir spiluðu heldur ekki góða vörn. Markmenn beggja liða voru þó góðir, báðir með níu skot og báðir vörðu þeir vel úr dauðafærum. Staðan 13-13 í hálfleik. Akureyringar voru hálf sofandi í síðari hálfleiknum. Framarar komust þremur mörkum yfir og hefðu átt að gera meira til að stinga af. Það gekk ekki og Akureyri jafnaði í 20-20 um miðbik hálfleiksins. Enn var ákveðin deyfð yfir leiknum. Framarar voru sterkari á lokasprettinum, þeir náðu upp forskoti og það var eins og Akureyringar hefðu ekki trú á því að þeir gætu unnið stemningslið Framara. Þeir unnu að lokum með fimm mörkum, 26-31. Framarar sýndu mikinn styrk með því að halda út og klára Akureyringa sem voru hreint út sagt slakir í leiknum. Liðið rokkar upp og niður og það var til að mynda frábært fyrir viku þegar það vann FH. Síðan hefur það tapað fyrir Gróttu og nú Fram. Stöðugleikaskortur er helsti óvinur liðsins. Framarar hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum, en vegna arfadapurs árangurs fyrir áramót er liðið enn í harðri botnbaráttu. Það eru þó litlar líkur á að liðið falli ef það heldur áfram að spila af þessari grimmd. Liðið fagnaði ógurlega í leikslok og samheldnin í liðinu er klárlega til staðar. Framarar geta vel við unað eftir sigurinn, þeir skoruðu ellefu mörk gegn sex á síðustu tuttugu mínútum leiksins, og eru vel að sigrinum komnir.Akureyri-Fram 26-31 (13-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (15/1), Jónatan Magnússon 4 (8), Árni Þór Sigtryggsson 4 (12), Andri Snær Stefánsson 3/3 (4/4), Heimir Örn Árnason 3 (9), Guðmundur H. Helgason 2 (4), Hörður F. Sigþórsson 2 (6), Geir Guðmundsson 2 (6).Varin skot: Hafþór Einarsson 10 (26) 38%, Hörður Flóki Ólafsson 4 (19) 21%.Hraðaupphlaup: 9 (Oddur 3, Árni 2, Hörður, Geir, Jónatan, Guðmundur, ).Fiskuð víti: 5 (Hörður 2, Oddur 2, Jónatan).Utan vallar: 10 mín.Mörk Fram (skot): Haraldur Þorvarðarson 7 (9), Róbert Aron Hostert 6 (12), Andri Berg Haraldsson 5 (14), Daníel Berg Grétarsson 4 (12), Stefán Stefánsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 2 (2), Einar Rafn Eiðsson 2/1 (6), Arnar Hálfdánarson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1).Varin skot: Magnús Erlendsson 23 (48) 48%, Sigurður Örn Arnarson 1/1 (2/2) % 50%.Hraðaupphlaup: 4 (Stefán, Haraldur, Arnar, Jóhann).Fiskuð víti: 1 (Stefán).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Frábærir framan af en misstu tökin undir lokin. Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Spjót beinast að Degi sem segir orðróma um rifrildi ranga HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Sjá meira
Fram vann frábæran fimm marka sigur á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Lokatölur 26-31 fyrir Framara sem hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Akureyri hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir liðunum í botnbaráttunni. Fyrri hálfleikur var illa leikinn af hálfu beggja liða. Akureyringar náðu ekki upp einkenni sínu, góðum varnarleik, á meðan þeir skutu hræðilega illa úr góðum færum. Sókn Framara var að sama skapi ómarkviss og þeir spiluðu heldur ekki góða vörn. Markmenn beggja liða voru þó góðir, báðir með níu skot og báðir vörðu þeir vel úr dauðafærum. Staðan 13-13 í hálfleik. Akureyringar voru hálf sofandi í síðari hálfleiknum. Framarar komust þremur mörkum yfir og hefðu átt að gera meira til að stinga af. Það gekk ekki og Akureyri jafnaði í 20-20 um miðbik hálfleiksins. Enn var ákveðin deyfð yfir leiknum. Framarar voru sterkari á lokasprettinum, þeir náðu upp forskoti og það var eins og Akureyringar hefðu ekki trú á því að þeir gætu unnið stemningslið Framara. Þeir unnu að lokum með fimm mörkum, 26-31. Framarar sýndu mikinn styrk með því að halda út og klára Akureyringa sem voru hreint út sagt slakir í leiknum. Liðið rokkar upp og niður og það var til að mynda frábært fyrir viku þegar það vann FH. Síðan hefur það tapað fyrir Gróttu og nú Fram. Stöðugleikaskortur er helsti óvinur liðsins. Framarar hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum, en vegna arfadapurs árangurs fyrir áramót er liðið enn í harðri botnbaráttu. Það eru þó litlar líkur á að liðið falli ef það heldur áfram að spila af þessari grimmd. Liðið fagnaði ógurlega í leikslok og samheldnin í liðinu er klárlega til staðar. Framarar geta vel við unað eftir sigurinn, þeir skoruðu ellefu mörk gegn sex á síðustu tuttugu mínútum leiksins, og eru vel að sigrinum komnir.Akureyri-Fram 26-31 (13-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (15/1), Jónatan Magnússon 4 (8), Árni Þór Sigtryggsson 4 (12), Andri Snær Stefánsson 3/3 (4/4), Heimir Örn Árnason 3 (9), Guðmundur H. Helgason 2 (4), Hörður F. Sigþórsson 2 (6), Geir Guðmundsson 2 (6).Varin skot: Hafþór Einarsson 10 (26) 38%, Hörður Flóki Ólafsson 4 (19) 21%.Hraðaupphlaup: 9 (Oddur 3, Árni 2, Hörður, Geir, Jónatan, Guðmundur, ).Fiskuð víti: 5 (Hörður 2, Oddur 2, Jónatan).Utan vallar: 10 mín.Mörk Fram (skot): Haraldur Þorvarðarson 7 (9), Róbert Aron Hostert 6 (12), Andri Berg Haraldsson 5 (14), Daníel Berg Grétarsson 4 (12), Stefán Stefánsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 2 (2), Einar Rafn Eiðsson 2/1 (6), Arnar Hálfdánarson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1).Varin skot: Magnús Erlendsson 23 (48) 48%, Sigurður Örn Arnarson 1/1 (2/2) % 50%.Hraðaupphlaup: 4 (Stefán, Haraldur, Arnar, Jóhann).Fiskuð víti: 1 (Stefán).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Frábærir framan af en misstu tökin undir lokin.
Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Spjót beinast að Degi sem segir orðróma um rifrildi ranga HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Sjá meira