Handbolti

Hvorki Rússar né Tékkar á HM í handbolta - Enginn Filip Jicha

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Rúmenía vann ótrúlegan eins marks sigur á Rússum í umspilsleikjum þjóðanna um laust sæti á HM í Svíþjóð. Rúmenía vann síðari leikinn í Rússlandi 37-32 í dag eftir fjögurra marka tap í fyrri leiknum heima. Þetta er mikið áfall fyrir Rússa en að sama skapi frábær árangur hjá Rúmenum. Þá lögðu Serbar lið Tékklands og komst á HM. Einn besti leikmaður heims, Filip Jicha hjá Kiel sem var valinn besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu, var markahæsti maður hennar auk þess að vera markahæstur og bestur á EM í Austurríki, verður því ekki með á HM. Tékkar unnu leikinn í dag með þremur mörkum en það dugði ekki til, þeir töpuðu samanlagt 49-48. Spánverjar tryggðu sér sæti á HM í gær með sigri á Portúgal, 33.25 eftir eins marka sigur í fyrri leiknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×