Kubica: Flugslysið þjóðarharmleikur 12. apríl 2010 17:28 Robert Kubica er ein skærasta íþróttastjana Pólverja eftir góðan árangur í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Ein helst íþróttastjarna Pólverja, Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica vottaði í dag löndum sínum samúð sína vegna flugslyssins í Rússlandi á laugardaginn. Þá fórust 96 manns og meðal þeirra forseti Póllands, Lech Kaczynksi og kona hans, auk fjölda yfirmanna pólskrar stjórnsýslu og hermála. "Ég er sjokkeraður og hryggur vegna frétta af þessum harmleik, sem á sér ekki fordæmi hjá þjóðinni", sagði Kubica í dag á f1.com. Forseti Póllands ásamt 88 manna fylgdarliði og var á leið á minningarathöfn um þúsundir látinna pólskra liðsforinga sem voru myrtir af sovésku leynilögreglunni í seinni heimstyrjöldinni. Farþegaflugvélin sem var pólsk og kominn til ára sinna fórst í aðflugi í þoku við flugvöllinn í Smolensk í Rússlandi. Létust allir um borð, samtals 96 manns með áhöfn flugvélarinnar. "Dagur til að minnast fórnarlambanna í Katyn hefur breyst í djúpstæða þjóðarsorg í Póllandi. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldna fórnarlamba slyssins og hugur minn er með hverjum einasta Pólverja. Þessi harmleikur hefur haft djúpstæð áhrif á landa mína", sagði Kubica Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ein helst íþróttastjarna Pólverja, Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica vottaði í dag löndum sínum samúð sína vegna flugslyssins í Rússlandi á laugardaginn. Þá fórust 96 manns og meðal þeirra forseti Póllands, Lech Kaczynksi og kona hans, auk fjölda yfirmanna pólskrar stjórnsýslu og hermála. "Ég er sjokkeraður og hryggur vegna frétta af þessum harmleik, sem á sér ekki fordæmi hjá þjóðinni", sagði Kubica í dag á f1.com. Forseti Póllands ásamt 88 manna fylgdarliði og var á leið á minningarathöfn um þúsundir látinna pólskra liðsforinga sem voru myrtir af sovésku leynilögreglunni í seinni heimstyrjöldinni. Farþegaflugvélin sem var pólsk og kominn til ára sinna fórst í aðflugi í þoku við flugvöllinn í Smolensk í Rússlandi. Létust allir um borð, samtals 96 manns með áhöfn flugvélarinnar. "Dagur til að minnast fórnarlambanna í Katyn hefur breyst í djúpstæða þjóðarsorg í Póllandi. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldna fórnarlamba slyssins og hugur minn er með hverjum einasta Pólverja. Þessi harmleikur hefur haft djúpstæð áhrif á landa mína", sagði Kubica
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira