Handbolti

Níu marka tap fyrir Svartfellingum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir. Mynd/Arnþór
Ísland tapaði í dag fyrir Svartfjallalandi, 32-23, á æfingamóti í Hollandi.

Eins og tölurnar gefa til kynna var sigur Svartfellinga aldrei í hættu en staðan í hálfleik var 16-7.

Þetta var annar leikur Íslands á mótinu en liðið tapaði einnig fyrir heimamönnum í gær. Á morgun mætir Ísland liði Brasilíu í lokaumferð mótsins.

Ísland og Svartfjallaland eru saman í riðli í úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku í desember, ásamt Rússum og Króötum.

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var markahæst í íslenska liðinu í dag með átta mörk.

Aðrir markaskorarar:

Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4

Rut Jónsdóttir 3

Karen Knútsdóttir 2

Rebekka Rut Skúladóttir 2

Stella Sigurðardóttir 1

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1

Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1

Sunna Jónsdóttir 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×