1550 manns sáu Þór komast á topp 1. deildar karla í knattspyrnu eftir öruggan sigur í grannaslagnum við KA á Akureyri í kvöld.
Þórsarar skoruðu strax á þriðju mínútu, þar var að verki Atli Sigurjónsson sem skoraði af stuttu færi.
Þorsteinn Ingason bætti við öðru marki á 24. mínútu og staðan í hálfleik var 2-0.
Sigurður Marínó Kristjánsson skoraði síðasta mark leiksins af löngu færi eftir að Sandor Matus hreinsaði frá, en beint á Sigurð sem sá markið opið. Lokatölur 3-0.
Þór er með 40 stig, einu meira en Víkingur og Leiknir, sem spila á laugardaginn.
Þórsarar á topp 1. deildar karla
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn