Webber sér ekki eftir ummælum 22. júlí 2010 13:09 Mark Webber og Chrstian Horner hjá Red Bull á úrakynningu í dag þar sem þeir ræddu fjaðrafokð á Silverstone á dögunum. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull sagði í dag að hann sæi ekkert á eftir ummælum sínum eftir sigurinn á Silverstone á dögunum. Ummæli hans ollu miklu fjaðrafoki meðal fjölmiðlamanna, en ljóst þótti að hann var ósáttur við meferð Red Bull liðsins á sér. Webber keppir á Hockenheim brautinni um helgina. "Ég sé ekki eftir neinu. Hlutir gerast í hita leiksins hjá íþróttamönnum. Ég hefði átt að nota enn litríkara tungumál öðru hvoru megin við ummæli mín. En ég var kurteis og þess vegna komst þetta í loftið", sagði Webber í frétt á autosport.com í dag, en ummæli hans voru á þann veg að árangur hans væri ekki slæmur miðað að við að hann væri ökumaður Red Bull númer tvö. Þau heyrðust í sjónvarpi skömmu eftir að hann kom í endmark gegnum talkerfið. A'ð vera metinn sem annar ökumaður liðs er staða sem engin ökumaður vill upplifa hjá keppnisliði, en Sebastian Vettel liðsfélagi hans fékk væng sem hafði verið undir bíl Webbers fyrir tímatökuna. Vængurinn var talinn skemmdur og upphaflega tekinn af bíl Webbers vegna þess, en svo þegar ljóst var að hann var í lagi, þá var hann settir á bíl Vettels, vegna þess að hann var ofar í stigamótinu. Það vakti reiði hjá Webber, eins og frægt varð. En ljóst er að báðir ökumenn liðsins eru jafn réttháir innan liðsins og það var staðfest af eiganda liðsins í vikunni. Áður hafði Christian Horner framkvæmdarstjóri liðsins sagt það sama. "Þetta var tilfinningarík helgi. Það gekk á ýmsu, en þetta var blásið upp mjög hratt eins og oft gerist. Það er allt í sóma og við hreinsuðum andrúmsloftið í vikunni eftir keppni", sagði Webber. Horner sagði að hann hefði viljað að hann hefði rætt við Webber, áður en vængskiptin fóru fram á Silverstone. Webber og Horner ræddu þessi mál á úrakynningu hjá Casio og Horner gantaðist með það að báðir ökumenn sínir hefðu fengið ný úr á sama tíma og alveg eins og það væru til varaúr ef með þyrfti. Ólíkt því sem var í stóra vængmálinu, þar sem Vettel fékk nýjast væng afbrigð af bíl Webbers sem olli fjaðrafokinu sem á eftir fylgdi. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull sagði í dag að hann sæi ekkert á eftir ummælum sínum eftir sigurinn á Silverstone á dögunum. Ummæli hans ollu miklu fjaðrafoki meðal fjölmiðlamanna, en ljóst þótti að hann var ósáttur við meferð Red Bull liðsins á sér. Webber keppir á Hockenheim brautinni um helgina. "Ég sé ekki eftir neinu. Hlutir gerast í hita leiksins hjá íþróttamönnum. Ég hefði átt að nota enn litríkara tungumál öðru hvoru megin við ummæli mín. En ég var kurteis og þess vegna komst þetta í loftið", sagði Webber í frétt á autosport.com í dag, en ummæli hans voru á þann veg að árangur hans væri ekki slæmur miðað að við að hann væri ökumaður Red Bull númer tvö. Þau heyrðust í sjónvarpi skömmu eftir að hann kom í endmark gegnum talkerfið. A'ð vera metinn sem annar ökumaður liðs er staða sem engin ökumaður vill upplifa hjá keppnisliði, en Sebastian Vettel liðsfélagi hans fékk væng sem hafði verið undir bíl Webbers fyrir tímatökuna. Vængurinn var talinn skemmdur og upphaflega tekinn af bíl Webbers vegna þess, en svo þegar ljóst var að hann var í lagi, þá var hann settir á bíl Vettels, vegna þess að hann var ofar í stigamótinu. Það vakti reiði hjá Webber, eins og frægt varð. En ljóst er að báðir ökumenn liðsins eru jafn réttháir innan liðsins og það var staðfest af eiganda liðsins í vikunni. Áður hafði Christian Horner framkvæmdarstjóri liðsins sagt það sama. "Þetta var tilfinningarík helgi. Það gekk á ýmsu, en þetta var blásið upp mjög hratt eins og oft gerist. Það er allt í sóma og við hreinsuðum andrúmsloftið í vikunni eftir keppni", sagði Webber. Horner sagði að hann hefði viljað að hann hefði rætt við Webber, áður en vængskiptin fóru fram á Silverstone. Webber og Horner ræddu þessi mál á úrakynningu hjá Casio og Horner gantaðist með það að báðir ökumenn sínir hefðu fengið ný úr á sama tíma og alveg eins og það væru til varaúr ef með þyrfti. Ólíkt því sem var í stóra vængmálinu, þar sem Vettel fékk nýjast væng afbrigð af bíl Webbers sem olli fjaðrafokinu sem á eftir fylgdi.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira