Iker Casillas, markvörður og nýr aðalfyrirliði Real Madrid, var í miklu stuði þegar Real Madrid vann 4-2 sigur á Bayern Munchen í vítakeppni í gær. Casillas afrekaði þetta í árlegum leik til heiðurs Franz Beckenbauer sem fram fór í Munchen í gær.
Iker Casillas varði þrjár vítaspyrnur og tryggði Real-liðinu Beckenbauer-bikarinn. Fyrsta vítið varði hann frá Holger Badstruber í leiknum sjálfum sem endaði með markalausu jafntefli. Casillas varði síðan frá þeim Edson Braafheid og Hamit Altintop í vítakeppninni sem Real vann 4-2.
Real Madrid liðið var annars ekki sannfærandi í þessum leik og það þrátt fyrir að Jose Mourinho tefldi meðal annars fram þeim Cristiano Ronaldo, Xabi Alonso og Angel di Maria.
„Við verðum að spila við sterka mótherja eins og Bayern. Við þurfum að fá slíka leiki fyrir tímabilið en við eigum augljóslega nokkuð í land. Við höfum tvær vikur til að koma okkur í gang og ég vona að okkur takist það," sagði Jose Mourinho eftir leikinn.
Iker Casillas varði þrjár vítaspyrnur frá Bæjurum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

