Baráttuglaður Webber féll af toppnum 14. júní 2010 10:45 Mark Webber ræðir við Stefano Domenicali hjá Ferrari í Kanada í gær. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull tapaði stigaforystunni í Formúlu 1 til Lewis Hamilton eftir mótið í Kanada í gær. Hann náði aðeins fimmta sæti á meðan Hamilton vann í tvöföldum sigri McLaren, en Jenson Button fylgdi í kjölfar hans. Webber fékk fimm sæta refsingu fyrir að skipta um gírkassa fyrir mótið og var færður úr öðru sæti í það sjöunda fyrir ræsingu. "Við gerðum okkar besta varðandi keppnisáætlun og notkun á hörðum og mjúkum dekkjum. Tilfinningar mínar eru blendnar. Ég fékk refsingu fyrir mótið, en byrjaði svo mótið vel. Ég tók nokkuð á dekkjunum og það þýddi að ég lenti í vandræðum með þau fyrr en ella", sagði Webber í samtali við BBC eftir mótið, en autosport.com greindi frá þessu. Webber leiddi mótið í Kanada lengi vel, en Hamilton náði að skáka honum og fleiri ökumenn áður en yfir lauk. "Ég fylgdist með bilinu á milli mín og Lewis og ég reyndi að keyra jafnt og þétt. Það var ómögulegt að halda dekkjunum ánægðum... þau slitnuðu bara sama hver hraðinn var. Þetta kom ekkert á óvart að Lewis nái mér og fleiri. Það hefði verið gott að enda ofar. Mikið langaði í kampavín í dag, en það gekk ekki upp", sagði Webber. Stigastaðan 1. Lewis Hamilton 109 2 Jenson Button 106 3 Mark Webber 103 4 Fernando Alonso 94 5 Sebastian Vettel 90 6 Nico Rosberg 74 7 Robert Kubica 73 8 Felipe Massa 67 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull tapaði stigaforystunni í Formúlu 1 til Lewis Hamilton eftir mótið í Kanada í gær. Hann náði aðeins fimmta sæti á meðan Hamilton vann í tvöföldum sigri McLaren, en Jenson Button fylgdi í kjölfar hans. Webber fékk fimm sæta refsingu fyrir að skipta um gírkassa fyrir mótið og var færður úr öðru sæti í það sjöunda fyrir ræsingu. "Við gerðum okkar besta varðandi keppnisáætlun og notkun á hörðum og mjúkum dekkjum. Tilfinningar mínar eru blendnar. Ég fékk refsingu fyrir mótið, en byrjaði svo mótið vel. Ég tók nokkuð á dekkjunum og það þýddi að ég lenti í vandræðum með þau fyrr en ella", sagði Webber í samtali við BBC eftir mótið, en autosport.com greindi frá þessu. Webber leiddi mótið í Kanada lengi vel, en Hamilton náði að skáka honum og fleiri ökumenn áður en yfir lauk. "Ég fylgdist með bilinu á milli mín og Lewis og ég reyndi að keyra jafnt og þétt. Það var ómögulegt að halda dekkjunum ánægðum... þau slitnuðu bara sama hver hraðinn var. Þetta kom ekkert á óvart að Lewis nái mér og fleiri. Það hefði verið gott að enda ofar. Mikið langaði í kampavín í dag, en það gekk ekki upp", sagði Webber. Stigastaðan 1. Lewis Hamilton 109 2 Jenson Button 106 3 Mark Webber 103 4 Fernando Alonso 94 5 Sebastian Vettel 90 6 Nico Rosberg 74 7 Robert Kubica 73 8 Felipe Massa 67
Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti