Vopna- og olíusölumilljarðar streyma gegnum Danmörku 14. október 2010 10:53 Flóknar skattareglur gera það að verkum að það er ódýrara fyrir félag á Nýja Sjálandi að eiga fyrirtæki í Kanada ef fjárstreymið liggur í gegnum eignarhaldsfélag í Danmörku. Milljarðar danskra kr. m.a. frá vopna- og olíusölu streyma gegnum Danmörku þegar alþjóðleg stórfyrirtæki fjárfesta um allan heim. Þannig hefst frétt í Jyllands Posten um svokölluð gegnumstreymisfélög í Danmörku sem dönsk skattayfirvöld hafa nú til rannsóknar. Skatturinn er að kanna hvort skattsvik séu stunduð í Danmörku eða öðrum löndum þegar miklar fjárhæðir streyma í gegnum félög sem hafa ekki annan tilgang en þann að stjórna flæðinu. Jyllands Posten segir að talsmenn Bech-Bruun, stærstu lögmannsstofu Danmerkur, viðurkenni að þessir fjármagnsflutningar séu oft eingöngu til að losna við skattgreiðslur. Félögin sem standi á bakvið þetta séu að nýta sér mismun á milli landa hvað varðar skatta af arðgreiðslum og vaxtatekjum. Þessir skattar eru hagstæðir í Danmörku. Bech-Bruun er ráðgjafi fyrir fjölmörg alþjóðleg fyrirtæki sem vilja stofna eignarhaldsfélög í Danmörku. Skattasérfræðingurinn Christen Amby segir að þetta sé vandamál þar sem núverandi kerfi geri það að verkum að Danir séu að grafa undan skattareglum í öðrum löndum. Í fréttinni er tekið sem dæmi að vopnaframleiðandinn Northrop Grumman eigi eignarhaldsfélag með heimilisfangi á skrifstofu Bech Bruun en þetta félag á svo aftur 11 fyrirtæki víða í Evrópu. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flóknar skattareglur gera það að verkum að það er ódýrara fyrir félag á Nýja Sjálandi að eiga fyrirtæki í Kanada ef fjárstreymið liggur í gegnum eignarhaldsfélag í Danmörku. Milljarðar danskra kr. m.a. frá vopna- og olíusölu streyma gegnum Danmörku þegar alþjóðleg stórfyrirtæki fjárfesta um allan heim. Þannig hefst frétt í Jyllands Posten um svokölluð gegnumstreymisfélög í Danmörku sem dönsk skattayfirvöld hafa nú til rannsóknar. Skatturinn er að kanna hvort skattsvik séu stunduð í Danmörku eða öðrum löndum þegar miklar fjárhæðir streyma í gegnum félög sem hafa ekki annan tilgang en þann að stjórna flæðinu. Jyllands Posten segir að talsmenn Bech-Bruun, stærstu lögmannsstofu Danmerkur, viðurkenni að þessir fjármagnsflutningar séu oft eingöngu til að losna við skattgreiðslur. Félögin sem standi á bakvið þetta séu að nýta sér mismun á milli landa hvað varðar skatta af arðgreiðslum og vaxtatekjum. Þessir skattar eru hagstæðir í Danmörku. Bech-Bruun er ráðgjafi fyrir fjölmörg alþjóðleg fyrirtæki sem vilja stofna eignarhaldsfélög í Danmörku. Skattasérfræðingurinn Christen Amby segir að þetta sé vandamál þar sem núverandi kerfi geri það að verkum að Danir séu að grafa undan skattareglum í öðrum löndum. Í fréttinni er tekið sem dæmi að vopnaframleiðandinn Northrop Grumman eigi eignarhaldsfélag með heimilisfangi á skrifstofu Bech Bruun en þetta félag á svo aftur 11 fyrirtæki víða í Evrópu.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira