Gunnar Þór Gunnarsson, íslenski varnarmaðurinn hjá Norrköping, fékk rauða spjaldið í leik liðsins á móti Brage í sænsku b-deildinni í gær eftir að hafa fótbrotið Andreas Hedlund leikmann Brage. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en atvikið gerðist á 44. mínútu.
„Honum líður vel miðað við aðstæður, hélt meðvitund allan tímann og var óvenjulega þögull," sagði Mr Lömäng, læknir Brage um Andreas Hedlund við FotbollsExpressen.
Gunnar Þór er á sínu þriðja ári með Norrköping en hann lék áður með Hammarby IF í tvö tímabil. Þetta var fyrst rauða spjald hans í 82 leikjum í sænsku deildunum.

