Lífið

Júlí Heiðar og Karen endurgera Jólahjól

Karen Pálsdóttir og Júlí Heiðar tóku hið fræga „Jólahjól“ og settu það í nýjan búning.
Karen Pálsdóttir og Júlí Heiðar tóku hið fræga „Jólahjól“ og settu það í nýjan búning.

„Ég gaf góðfúslegt leyfi fyrir þessu," segir Skúli Gautason, höfundur lagsins Jólahjól, eins vinsælasta jólalags allra tíma á Íslandi.

Lagið hefur nú verið endurgert í flutningi þeirra Júlís Heiðars og Karenar Pálsdóttur. 24 ár eru síðan Sniglabandið sendi frá sér lagið um Jólahjólið en þrátt fyrir það hefur lagið lifað góðu lífi. Júlí Heiðar sló í gegn í söngkeppni framhaldsskólanna í vor en hann söng þar lagið „Komdu til baka" með Kristmundi Axel.



Gaf leyfi Skúli Gautason hefur ekki enn heyrt nýju útgáfuna af Jólahjóli.
Karen tók þátt í undankeppni Eurovision í fyrra og vakti frammistaða hennar gríðarlega athygli. Nú hafa Júlí og Karen leitt saman hesta sína og senda frá sér poppaða útgáfu af Jólahjólinu.

Skúli hafði ekki heyrt lagið þegar Fréttablaðið hafði samband, en hann veit vel að Júlí Heiðar getur sungið. „Ég hef fylgst með þessum strák og finnst hann mjög skemmtilegur og spennandi tónlistarmaður," segir Skúli. Ekki náðist í söngvarana ungu í gær en hægt er að hlusta á lagið á Youtube.

- ka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×