Dómarinn umdeildi, Mark Clattenburg, mun í kvöld dæma sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu þegar að Auxerre mætir Ajax í G-riðli í kvöld.
Clattenburg hefur verið mikið í fjölmiðlum síðustu daga eftir að hann dæmdi umdeild mark Nani fyrir Manchester United gilt í 2-0 sigri liðsins á Tottenham um helgina.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, sagði það einhver verstu mistök sem hann hefur séð dómara gera.
Clattenburg mun ekki dæma í ensku úrvalsdeildinni um helgina en mætir aftur til leiks á þriðjudaginn þegar að Stoke leikur gegn Birmingham.
Clattenburg þreytir frumraun sína í Meistaradeildinni í kvöld
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti




Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn