Kínverjar ætla sér forystu í framleiðslu vistvænna bíla 15. september 2010 01:00 Bílamergð í Peking Kína er einn stærsti markaður bifreiða í heiminum. Þar seljast nú um 17 milljón bílar á ári hverju.nordicphotos/AFP Kínversk stjórnvöld kynntu í síðasta mánuði áform sín um að taka forystuna á alþjóðavísu í framleiðslu umhverfisvænna rafbíla og tvinnbíla, auk þess sem þau ætla að loka tvö þúsund orkufrekum verksmiðjum fyrir septemberlok til að tryggja umhverfisvænni nýtingu orkunnar. Einnig hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að orkufrekur iðnaður á borð við áliðnaðinn fái ekki lengur niðurgreidda raforku. Allt er þetta liður í þeim áformum Kínverja að verða í fararbroddi grænnar tæknivæðingar í heiminum. Um þetta hefur meðal annars verið fjallað í bandaríska dagblaðinu New York Times nýverið. Vestrænir sérfræðingar segja þessar ráðstafanir vissulega skref í áttina, en óvíst hvort það dugi til að Kínverjar nái þessum metnaðarfullu markmiðum sínum. Jafnt hagfræðingar sem náttúrufræðingar fylgjast grannt með þróun þessara mála í Kína, enda er orkunotkun í Kína nú orðin meiri en í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði var meðal annars skýrt frá því að sextán stór fyrirtæki í ríkiseigu hafi undirrtiað samkomulag um að vinna að rannsóknum og þróun umhverfisvænna bifreiða. Stjórnvöld ætla að leggja nærri tvö þúsund milljarða króna í þetta verkefni. Stefnt er að því að á næstu árum verði meira en milljón rafbíla og tvinnbíla á götunum í Kína, en sala bifreiða hefur aukist þar hröðum skrefum síðustu árin, en í síðasta mánuði seldust þar rúmlega 1,2 milljónir bifreiða. Þótt fátækt sé útbreidd í Kína hafa stjórnvöld yfir miklu fé að ráða og láta sig ekki muna um að sýna fulla hörku til að koma metnaðarfullum áformum sínum í framkvæmd. Snemma í ágúst birtu kínversk stjórnvöld lista yfir 2.087 orkufrekar verksmiðjur, meðal annars sements- og stálverksmiðjur, sem verður lokað fyrir septemberlok. Til þess að koma í veg fyrir hugsanlega mótspyrnu, meðal annars þeirra sveitarfélaga sem njóta góðs af starfsemi verksmiðjanna, var jafnframt skýrt frá því að bönkum verði bannað að veita þessum verksmiðjum frekari lán, auk þess sem rafmagn verður tekið af þeim ef ástæða þykir til. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Kínversk stjórnvöld kynntu í síðasta mánuði áform sín um að taka forystuna á alþjóðavísu í framleiðslu umhverfisvænna rafbíla og tvinnbíla, auk þess sem þau ætla að loka tvö þúsund orkufrekum verksmiðjum fyrir septemberlok til að tryggja umhverfisvænni nýtingu orkunnar. Einnig hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að orkufrekur iðnaður á borð við áliðnaðinn fái ekki lengur niðurgreidda raforku. Allt er þetta liður í þeim áformum Kínverja að verða í fararbroddi grænnar tæknivæðingar í heiminum. Um þetta hefur meðal annars verið fjallað í bandaríska dagblaðinu New York Times nýverið. Vestrænir sérfræðingar segja þessar ráðstafanir vissulega skref í áttina, en óvíst hvort það dugi til að Kínverjar nái þessum metnaðarfullu markmiðum sínum. Jafnt hagfræðingar sem náttúrufræðingar fylgjast grannt með þróun þessara mála í Kína, enda er orkunotkun í Kína nú orðin meiri en í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði var meðal annars skýrt frá því að sextán stór fyrirtæki í ríkiseigu hafi undirrtiað samkomulag um að vinna að rannsóknum og þróun umhverfisvænna bifreiða. Stjórnvöld ætla að leggja nærri tvö þúsund milljarða króna í þetta verkefni. Stefnt er að því að á næstu árum verði meira en milljón rafbíla og tvinnbíla á götunum í Kína, en sala bifreiða hefur aukist þar hröðum skrefum síðustu árin, en í síðasta mánuði seldust þar rúmlega 1,2 milljónir bifreiða. Þótt fátækt sé útbreidd í Kína hafa stjórnvöld yfir miklu fé að ráða og láta sig ekki muna um að sýna fulla hörku til að koma metnaðarfullum áformum sínum í framkvæmd. Snemma í ágúst birtu kínversk stjórnvöld lista yfir 2.087 orkufrekar verksmiðjur, meðal annars sements- og stálverksmiðjur, sem verður lokað fyrir septemberlok. Til þess að koma í veg fyrir hugsanlega mótspyrnu, meðal annars þeirra sveitarfélaga sem njóta góðs af starfsemi verksmiðjanna, var jafnframt skýrt frá því að bönkum verði bannað að veita þessum verksmiðjum frekari lán, auk þess sem rafmagn verður tekið af þeim ef ástæða þykir til. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent