Button: Besti tími lífs míns 20. apríl 2010 15:33 Jenson Button og kærasta hans Jessica Mishibata hafa fagnað tveimur sigrum í Formúlu 1, en hún hefur verið á svæðinu í báðum mótum. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button segir að upplifun sín í Formúlu 1 síðustu mánuði sé sannkallað blómaskeið í lífi hans og hann njóti sín enn betur en í fyrra, en þá varð hann meistari. Hann vann kínverska kappaksturinn um helgina. "Síðasta ár var magnað og reynslan af því að vinna sex mót og að berjast um titilinn í lokin og vinna loks titilinn var sérstök upplifun. Ég vann titilinn og það var alltaf markmið mitt. Á þessu ári hef ég unnið tvö mót af fjórum og þetta er besti tími lífs míns", sagði Button í umfjöllun á autosport.com. "En ég veit jafnframt að næstu 15 mót verða engin barnaleikur. Hvert einasta mót verður erfitt, ólíkt því sem var í fyrstu þremur mótunum í fyrra. Þá vorum við með besta bílinn (Brawn). "Mótið um helgina er það fjórða sem Red Bull var með fljótan bíl. Við höfum verið að elta hraða þeirra, en samt með forystu í stigamótinu, sem er undarleg staða. Ég er hungraður í að bæta bílinn og bæta getuna í tímatökum og við teljum að við getum gert betur hvað þetta atriði varðar." "Við erum allir í titilbaráttu, en það var megin markmið hjá mér að finnast ég hluti af McLaren liðinu. Svo er næsta skref að bíllinn verði hluti af mér og henti mínum akstursstíl. En það er frábært að hafa unnið tvo sigra", sagði Button. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Jenson Button segir að upplifun sín í Formúlu 1 síðustu mánuði sé sannkallað blómaskeið í lífi hans og hann njóti sín enn betur en í fyrra, en þá varð hann meistari. Hann vann kínverska kappaksturinn um helgina. "Síðasta ár var magnað og reynslan af því að vinna sex mót og að berjast um titilinn í lokin og vinna loks titilinn var sérstök upplifun. Ég vann titilinn og það var alltaf markmið mitt. Á þessu ári hef ég unnið tvö mót af fjórum og þetta er besti tími lífs míns", sagði Button í umfjöllun á autosport.com. "En ég veit jafnframt að næstu 15 mót verða engin barnaleikur. Hvert einasta mót verður erfitt, ólíkt því sem var í fyrstu þremur mótunum í fyrra. Þá vorum við með besta bílinn (Brawn). "Mótið um helgina er það fjórða sem Red Bull var með fljótan bíl. Við höfum verið að elta hraða þeirra, en samt með forystu í stigamótinu, sem er undarleg staða. Ég er hungraður í að bæta bílinn og bæta getuna í tímatökum og við teljum að við getum gert betur hvað þetta atriði varðar." "Við erum allir í titilbaráttu, en það var megin markmið hjá mér að finnast ég hluti af McLaren liðinu. Svo er næsta skref að bíllinn verði hluti af mér og henti mínum akstursstíl. En það er frábært að hafa unnið tvo sigra", sagði Button.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira