Veigar Páll Gunnarsson skoraði glæsilegt mark fyrir Stabæk og lagði upp annað er liðið lagði Aalesund af velli, 2-1. Pálmi Rafn Pálmason og Bjarni Ólafur Eiríksson léku einnig með Stabæk í dag.
Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði síðan fyrir Fredrikstad þegar liðið skellti Sandnes Ulf, 3-1.
Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir sænska liðið Örgryte í dag er liðið vann Assyriska, 3-1.
Miðjumaðurinn sterki Jónas Guðni Sævarsson var svo aldrei þessu vant á skotskónum fyrir sænska liðið Halmstad sem lagði Brommapojkarna, 2-0.