Ástarblóm og elskhugar Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 2. febrúar 2010 06:00 Mér hefur alltaf þótt áhugavert og afhjúpandi að heyra hvaða gælunafn aðrir velja sínum betri helmingi. Vinkona mín ein kallar eiginmann sinn til dæmis ástarblóm. „Ástarblóm! Ástarblóm!" hrópar hún blíðlega þegar hún þarf á honum að halda og hann svarar án þess að blikka auga eða líta flóttalega í kringum sig: „Já, elskan?" Þetta heyrði ég hana fyrst segja fyrir mörgum árum, þegar við vorum enn á unglingsaldri. Strax þá fylltist ég djúpri aðdáun á þessum góða manni sem síðan hefur ekki borið minnsta skugga á. Þvílíkt karlmenni, að geta borið þetta gælunafn með svo mikilli reisn. Önnur góð vinkona nefnir mann sinn til tíu ára aldrei á nafn öðruvísi en að kalla hann ástmann sinn eða elskhuga. Þeir sem eru löngu búnir að gleyma skírnarnafni maka síns og kalla hann aldrei annað en karl eða kerlingu myndu vafalaust segja þetta yfirmáta yfirborðskennt. Mér finnst þetta hins vegar afbragðs ávani sem fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar. Hér verður að taka það fram að parið sem um ræðir er ekki af þeirri tegundinni sem er í stöðugum sleik og faðmlögum á almannafæri. Slíka hegðun má skilgreina sem andlegt og sjónrænt ofbeldi og á ekkert skylt við fallega elsku vinkonu minnar á ástmanni sínum. Elskhugi minn og ástarblóm - eða sko þarna maðurinn sem ég bý með - gerði mér það ljóst í fyrsta mánuði okkar saman að hann kynni ekki við gælunöfn sem fælu í sér vísan í ást eða aðra tilburði við væmni. Þar sem ég er eins og fílarnir og gleymi engu hef ég farið eftir þessu. Ég kalla hann nöfnum eins og spjátrungur, svitafýla og þúþarna, allt eftir stemningunni og líkamsklukkunni. Aldrei karl samt, þar dreg ég mörkin. En ég fer ekki ofan af því að það hljóti að vera afbragðs aðferð að takast á við blákaldan hvunndaginn að gefa maka sínum fallegt viðurnefni. Því má líkja við heimatilbúna dáleiðslu. Í því felst lausn fyrir konur og karla sem deila rekkju með blásandi hvölum eða mannlegum slyttum tengdum við hrotugrímu allar nætur. Og öll hin sem eiga við svipaðar síendurteknar martraðir að stríða. Þau geta þá hjúfrað sig upp að maka sínum þegar kvölda tekur og kallað hann ástarblóm, gengið svo út, lokað hurðinni á eftir sér og lagst sátt til svefns í stofusófanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun
Mér hefur alltaf þótt áhugavert og afhjúpandi að heyra hvaða gælunafn aðrir velja sínum betri helmingi. Vinkona mín ein kallar eiginmann sinn til dæmis ástarblóm. „Ástarblóm! Ástarblóm!" hrópar hún blíðlega þegar hún þarf á honum að halda og hann svarar án þess að blikka auga eða líta flóttalega í kringum sig: „Já, elskan?" Þetta heyrði ég hana fyrst segja fyrir mörgum árum, þegar við vorum enn á unglingsaldri. Strax þá fylltist ég djúpri aðdáun á þessum góða manni sem síðan hefur ekki borið minnsta skugga á. Þvílíkt karlmenni, að geta borið þetta gælunafn með svo mikilli reisn. Önnur góð vinkona nefnir mann sinn til tíu ára aldrei á nafn öðruvísi en að kalla hann ástmann sinn eða elskhuga. Þeir sem eru löngu búnir að gleyma skírnarnafni maka síns og kalla hann aldrei annað en karl eða kerlingu myndu vafalaust segja þetta yfirmáta yfirborðskennt. Mér finnst þetta hins vegar afbragðs ávani sem fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar. Hér verður að taka það fram að parið sem um ræðir er ekki af þeirri tegundinni sem er í stöðugum sleik og faðmlögum á almannafæri. Slíka hegðun má skilgreina sem andlegt og sjónrænt ofbeldi og á ekkert skylt við fallega elsku vinkonu minnar á ástmanni sínum. Elskhugi minn og ástarblóm - eða sko þarna maðurinn sem ég bý með - gerði mér það ljóst í fyrsta mánuði okkar saman að hann kynni ekki við gælunöfn sem fælu í sér vísan í ást eða aðra tilburði við væmni. Þar sem ég er eins og fílarnir og gleymi engu hef ég farið eftir þessu. Ég kalla hann nöfnum eins og spjátrungur, svitafýla og þúþarna, allt eftir stemningunni og líkamsklukkunni. Aldrei karl samt, þar dreg ég mörkin. En ég fer ekki ofan af því að það hljóti að vera afbragðs aðferð að takast á við blákaldan hvunndaginn að gefa maka sínum fallegt viðurnefni. Því má líkja við heimatilbúna dáleiðslu. Í því felst lausn fyrir konur og karla sem deila rekkju með blásandi hvölum eða mannlegum slyttum tengdum við hrotugrímu allar nætur. Og öll hin sem eiga við svipaðar síendurteknar martraðir að stríða. Þau geta þá hjúfrað sig upp að maka sínum þegar kvölda tekur og kallað hann ástarblóm, gengið svo út, lokað hurðinni á eftir sér og lagst sátt til svefns í stofusófanum.