Lífið

Auto Tune-hneyksli í X-Factor

Simon Cowell og félagar í X-Factor gætu verið í vondum málum en nokkrir keppendur í nýjustu þáttaröðinni fengu aðstoð frá Auto Tune-forriti.
Simon Cowell og félagar í X-Factor gætu verið í vondum málum en nokkrir keppendur í nýjustu þáttaröðinni fengu aðstoð frá Auto Tune-forriti.

Simon Cowell var borinn þungum sökum af bresku pressunni í gær eftir að upp komst að aðstandendur raunveruleikaþáttarins X-Factor hefðu beitt svokallaðri Auto Tune-tækni á suma keppendur. Auto Tune virkar þannig að röddin er lagfærð þannig að hún hljómi örugglega í réttri tóntegund.

Sjöunda þáttaröðin af X-Factor var frumsýnd á laugardaginn en metáhorf var á fyrsta þáttinn. Simon Cowell á heiðurinn að þessum þáttum en hann hyggst gera ameríska útgáfu á næsta ári.

Forsvarsmenn þáttanna vísa öllum ásökunum um svindl á bug og segjast ekki hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Í yfirlýsingu sem þeir sendu fjölmiðlum á mánudag kom fram að dómarar hefðu heyrt sönginn ómengaðan í áheyrnarprufum, hins vegar hefði verið tekin sú ákvörðun að klippa aðeins og lagfæra söng nokkurra söngvara fyrir áhorfendur heima í stofu.

Forritunarfiktið má glöggt heyra hér í söng simbabvesku söngkonunnar Gamu Nhengu. Hún þótti ein sú sigurstranglegasta eftir fyrsta þáttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×