Webber: Frábært að vera fremstur 15. maí 2010 14:40 Fremstu menn á ráslínu, Sebastian Vettel, Mark Webber og Robert Kubica. Mynd: Getty Images Mark Webber var að vonum anægður að hafa náð besta tíma í tímatökunni í Mónakó í dag. Hann ræsir af stað við hlið Robert Kubica sem var fremur hissa á að ná öðru sætinu. "Það er frábært að vera á ráspól og liðið hefur unnið góða vinnu. Ráspóll í hverjum móti er gott fyrir okkur, liðið og Renault. Þetta eru hagstæð úrslit sem við verðum að nýta okkur á morgun", sagði Webber eftir keppni, samkvæmt frétt autosport.com. "Við sáum hvað henti Fernando Alonso og við verðum að fullnýta það", sagði Webber, en Alonso komst ekki í tímatökuna eftir árekstur á æfingu og ræsir af þjónustusvæðinu í 24. sæti. Webber vann síðustu keppni og er til alls líklegur. "Bíll var hrein unun að keyra og stráknir hafa unnið sitt verk vel, þetta er liðsheild. Það eru Renault vélar í bílum í fremstu röð og hjartað slær hratt. Maður verður að vera nákvæmur við stýrið og ég er sáttur við mína stöðu." "Ég mun vakna glaður í bragði á morgun, en keppnin er löng og brautin þröng og erfið vegna umferðar og hægfara bíla. Ég er bjartsýnn á góða keppni og liðið hefur fært okkur tækifæri til árangurs. En við fáum samkeppni", sagði Webber. Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mark Webber var að vonum anægður að hafa náð besta tíma í tímatökunni í Mónakó í dag. Hann ræsir af stað við hlið Robert Kubica sem var fremur hissa á að ná öðru sætinu. "Það er frábært að vera á ráspól og liðið hefur unnið góða vinnu. Ráspóll í hverjum móti er gott fyrir okkur, liðið og Renault. Þetta eru hagstæð úrslit sem við verðum að nýta okkur á morgun", sagði Webber eftir keppni, samkvæmt frétt autosport.com. "Við sáum hvað henti Fernando Alonso og við verðum að fullnýta það", sagði Webber, en Alonso komst ekki í tímatökuna eftir árekstur á æfingu og ræsir af þjónustusvæðinu í 24. sæti. Webber vann síðustu keppni og er til alls líklegur. "Bíll var hrein unun að keyra og stráknir hafa unnið sitt verk vel, þetta er liðsheild. Það eru Renault vélar í bílum í fremstu röð og hjartað slær hratt. Maður verður að vera nákvæmur við stýrið og ég er sáttur við mína stöðu." "Ég mun vakna glaður í bragði á morgun, en keppnin er löng og brautin þröng og erfið vegna umferðar og hægfara bíla. Ég er bjartsýnn á góða keppni og liðið hefur fært okkur tækifæri til árangurs. En við fáum samkeppni", sagði Webber.
Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira