Vel falið leyndarmál skóp árangur Vettels 31. júlí 2010 20:35 Fernando Alonso, Sebastian Vettel og Mark Webber eftir tímatökuna í dag. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel náði besta tímanum í tímatökunni í dag og er það í fjórða skipti í röð sem hann er fljótastur allra. McLaren og Mercedes liðin hafa gert athugasemd við framvænginn á Red Bull bílnum og Ferrari bílnum líka, en þeir voru dæmdir löglegir í síðustu keppni. En afgerandi árangur Red Bull í dag skapaði nýjan vettvang fyrir umræðuna. "Árangur okkar er vegna vel falins leyndarmáls, rétt eins og var hjá Ferrari í síðustu keppni. Brautin hentar bílnum okkar", sagði Vettel glettinn á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Hann hefur sjö sinnum verið fremstur á ráslínu á árinu. "Brautin er mjög erfið fyrir bílinn sem er viðkvæmur í uppsetningu og það er ekki auðvelt á ná þessu réttu. Maður verður að þekkja brautina og hafa góðan bíl og það tókst." "Við vinnum hins vegar engin stig á laugardag, en við getum verið stoltir af árangrinum og sofum vel í nótt", sagði Vettel Sýnt er beint frá mótinu í Búdapest kl. 11.30 á sunnudag í opinni dagskrá. Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel náði besta tímanum í tímatökunni í dag og er það í fjórða skipti í röð sem hann er fljótastur allra. McLaren og Mercedes liðin hafa gert athugasemd við framvænginn á Red Bull bílnum og Ferrari bílnum líka, en þeir voru dæmdir löglegir í síðustu keppni. En afgerandi árangur Red Bull í dag skapaði nýjan vettvang fyrir umræðuna. "Árangur okkar er vegna vel falins leyndarmáls, rétt eins og var hjá Ferrari í síðustu keppni. Brautin hentar bílnum okkar", sagði Vettel glettinn á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Hann hefur sjö sinnum verið fremstur á ráslínu á árinu. "Brautin er mjög erfið fyrir bílinn sem er viðkvæmur í uppsetningu og það er ekki auðvelt á ná þessu réttu. Maður verður að þekkja brautina og hafa góðan bíl og það tókst." "Við vinnum hins vegar engin stig á laugardag, en við getum verið stoltir af árangrinum og sofum vel í nótt", sagði Vettel Sýnt er beint frá mótinu í Búdapest kl. 11.30 á sunnudag í opinni dagskrá.
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira