Lífið

Hundar og kettir í þrívídd

Enn eitt ruglið Hinir sömu og komu að gerð Scary Movie, Epic Movie og allra þeirra mynda eru mættir aftur með Vampires Suck.
Enn eitt ruglið Hinir sömu og komu að gerð Scary Movie, Epic Movie og allra þeirra mynda eru mættir aftur með Vampires Suck.

Flestum ætti að vera kunnugt um stirt samband hunda og katta. Þessu stríði voru gerð skil í kvikmyndinni Hundar og kettir og nú er framhaldsmyndin af þeim ævintýrum komin í bíó. Og það þarf væntanlega ekki að koma neinum á óvart að hún er í þrívídd.

Að þessu sinni þurfa þó hundarnir og kettirnir að grafa stríðöxina og berjast gegn sameiginlegum óvini, Kitty Galore, sem hyggst ná heimsyfirráðum. Nokkrir þekktir leikarar ljá loðnu ferfætlingunum röddu sína, helst ber kannski að telja Bette Midler sem talar fyrir Kitty Galore.

Leikstjórarnir Jason Friedberg og Aron Seltzer eru ekki hátt skrifaðir kvikmyndagerðarmenn hjá kvikmyndagagnrýnendum sem hafa undantekningarlaust hakkað myndir þeirra í sig.

Friedberg og Seltzer hafa engu síður náð frægð og frama hjá peningamaskínunni Hollywood en þeirra aðallífsviðurværi er að gera bíómyndir sem eru grínútgáfur af vinsælum myndum. Þeirra nýjasta afurð heitir Vampires Suck og eins og nafnið gefur til kynna er hugsunin sú að gera grín að vampírumyndum sem hafa tröllriðið kvikmyndahúsum síðan Twilight-serían hóf göngu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×