Topplið ÍR heimsækir HK í 1. deild karla í kvöld í Kópavoginum. Fimm leikir fara fram í deildinni í dag um allt land.
ÍR hefur unnið alla þrjá leikina sína 2-1 á meðan HK hefur unnið tvo leiki og tapað einum.
Víkingur er í öðru sætinu með sjö stig en þeir eiga útileik á Akureyri gegn Þórsurum.
Fjórða umferð 1. deildar karla:
Njarðvík-KA (19.00)
Þór-Víkingur (19.00)
Fjölnir-Þróttur (20.00)
HK-ÍR (20.00)
Leiknir-ÍA (20.00)
Fjarðabyggð-Grótta (Á morgun kl. 14.)
