Sextán starfsmenn Glitnis fengu rúma 8,4 milljarða króna að láni hjá bankanum. Kristinn Þór Geirsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs bankans, fékk rúma 1,2 milljarða króna en fimm aðrir fengu átta hundruð milljónir.
Kristinn kom til starfa hjá Glitni fyrir sléttum tveimur árum og keypti þá hlutabréf í honum fyrir tæpan einn milljarð króna.
Fimm aðrir stjórnendur fengu átta hundruð milljóna króna lán hjá bankanum en aðrir minna.