Handbolti

Danskir handboltamenn voru fullir á Ólympíuleikunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kasper Hvidt.
Kasper Hvidt.
Danski handboltamarkvörðurinn Kasper Hvidt gefur út ævisögu sína á morgun og þar fjallar hann meðal annars um ástæður þess af hverju hann sé hættur að spila fyrir danska landsliðið eftir 14 ára feril.

Ein aðalástæðan er sú að honum finnst sumir leikmenn danska landsliðsins ekki taka landsliðið nógu alvarlega en einhverjir þeirra fengu sér vel í tána á ÓL í Peking.

"Það slökkti talsvert neistann hjá mér þegar ákveðnir leikmenn fóru á fyllerí á Ólympíuleikunum. Það var algjör skandall. Það er ekki eina ástæðan en þessi hegðun hjálpaði til við ákvörðunina," segir Hvidt í bókinni.

Hvidt vill ekki nefna nein nöfn en danskir fjölmiðlar segja að hann sé að tala um Mikkel Hansen og Kasper Søndergaard.

Hermt er að Hansen hafi orðið svo fullur að hann hafi dáið áfengisdauða fyrir skaup eins og gárungarnir segja stundum. Þjálfarinn, Ulrik Wilbek, gaf aðeins leyfi fyrir "nokkrum" bjórum þetta kvöld.

Hansen hefur viðurkennt athæfið og beðist afsökunar á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×