Umfjöllun: Í bikarúrslit á fimmtán mínútum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2010 17:33 Aron gat verið ánægður með strákana sína í dag. Það tók Hauka ekki nema um 15 mínútur að tryggja sér sæti í úrslitum Eimskipsbikars karla. Haukar tóku á móti HK að Ásvöllum í dag og unnu afar öruggan og sannfærandi sigur, 26-20. Það var aðeins eitt lið tilbúið í slaginn í dag og það voru Haukar. Leiddir af stórskyttunni Sigurbergi Sveinssyni keyrðu þeir HK í kaf strax í upphafi. Sigurbergur skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins en fyrsta mark HK kom ekki fyrr en eftir rúmar 6 mínútur. Annað markið kom eftir rúmar 16 mínútur. Þá höfðu Haukar komist i 8-1 og þeir litu aldrei til baka eftir það. Andleysi HK-manna í upphafi leiks var með hreinum ólíkindum. Það var ekki hægt að sjá að þetta lið væri mætt til þess að berjast um sæti í Höllinni. Stemningin minnti meira á æfingu á jóladag sem enginn nennir að taka þátt í. HK-menn vöknuðu allt of seint og þessar hræðilegu 15 mínútur dugðu Haukum til sigurs. HK minnkaði muninn í 5 mörk fyrir hlé en nær komst liðið aldrei. Sigurbergur frábær á upphafskaflanum og skoraði síðan mikilvæg mörk í síðari hálfleik. Hann eyðilagði samt tölfræðina hjá sér með sex lélegum skotum undir lokin sem öll klikkuðu. Birkir Ívar magnaður í markinu og vörnin fyrir framan hann stórkostleg. Haukavörnin klippti algjörlega á skyttur HK-liðsins sem náðu vart almennilegu skoti á markið. HK-menn voru lengstum ráðalausir gegn þessari vörn. Sveinbjörn Pétursson markvörður var eini maðurinn með meðvitund hjá HK í leiknum. Skilaði sínu og rúmlega það en aðrir leikmenn þurfa að slá sjálfa sig utan undir fyrir þessa hræðilegu frammistöðu í leiknum. Haukar-HK 26-20 (13-8) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 8/1 (17/2), Elías Már Halldórsson 5 (9), Björgvin Hólmgeirsson 5 (12), Freyr Brynjarsson 3 (6), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (4/1), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (2), Jónatan Jónsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (37/2) 46%. Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 3, Elías 2, Björgvin, Guðmundur). Fiskuð víti: 4 (Pétur, Gunnar Berg, Sigurbergur, Freyr). Utan vallar: 4 mín. Mörk HK (skot): Sverrir Hermannsson 6 (11), Ragnar Hjaltested 4/2 (6/2), Bjarki Már Elísson 2 (3), Valdimar Þórsson 2 (9), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Hákon Bridde 1 (3), Atli Ævar Ingólfsson 1 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (7), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1), Brynjar Hreggviðsson 1 (2). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 21/3 (47/4) 45%. Hraðaupphlaup: 6 (Hákon, Vilhelm, Valdimar, Sverrir, Brynjar, Ragnar). Fiskuð víti: 2 (Ólafur Víðir, Brynjar). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson & Jónas Elíasson, flottir. Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Það tók Hauka ekki nema um 15 mínútur að tryggja sér sæti í úrslitum Eimskipsbikars karla. Haukar tóku á móti HK að Ásvöllum í dag og unnu afar öruggan og sannfærandi sigur, 26-20. Það var aðeins eitt lið tilbúið í slaginn í dag og það voru Haukar. Leiddir af stórskyttunni Sigurbergi Sveinssyni keyrðu þeir HK í kaf strax í upphafi. Sigurbergur skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins en fyrsta mark HK kom ekki fyrr en eftir rúmar 6 mínútur. Annað markið kom eftir rúmar 16 mínútur. Þá höfðu Haukar komist i 8-1 og þeir litu aldrei til baka eftir það. Andleysi HK-manna í upphafi leiks var með hreinum ólíkindum. Það var ekki hægt að sjá að þetta lið væri mætt til þess að berjast um sæti í Höllinni. Stemningin minnti meira á æfingu á jóladag sem enginn nennir að taka þátt í. HK-menn vöknuðu allt of seint og þessar hræðilegu 15 mínútur dugðu Haukum til sigurs. HK minnkaði muninn í 5 mörk fyrir hlé en nær komst liðið aldrei. Sigurbergur frábær á upphafskaflanum og skoraði síðan mikilvæg mörk í síðari hálfleik. Hann eyðilagði samt tölfræðina hjá sér með sex lélegum skotum undir lokin sem öll klikkuðu. Birkir Ívar magnaður í markinu og vörnin fyrir framan hann stórkostleg. Haukavörnin klippti algjörlega á skyttur HK-liðsins sem náðu vart almennilegu skoti á markið. HK-menn voru lengstum ráðalausir gegn þessari vörn. Sveinbjörn Pétursson markvörður var eini maðurinn með meðvitund hjá HK í leiknum. Skilaði sínu og rúmlega það en aðrir leikmenn þurfa að slá sjálfa sig utan undir fyrir þessa hræðilegu frammistöðu í leiknum. Haukar-HK 26-20 (13-8) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 8/1 (17/2), Elías Már Halldórsson 5 (9), Björgvin Hólmgeirsson 5 (12), Freyr Brynjarsson 3 (6), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (4/1), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (2), Jónatan Jónsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (37/2) 46%. Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 3, Elías 2, Björgvin, Guðmundur). Fiskuð víti: 4 (Pétur, Gunnar Berg, Sigurbergur, Freyr). Utan vallar: 4 mín. Mörk HK (skot): Sverrir Hermannsson 6 (11), Ragnar Hjaltested 4/2 (6/2), Bjarki Már Elísson 2 (3), Valdimar Þórsson 2 (9), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Hákon Bridde 1 (3), Atli Ævar Ingólfsson 1 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (7), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1), Brynjar Hreggviðsson 1 (2). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 21/3 (47/4) 45%. Hraðaupphlaup: 6 (Hákon, Vilhelm, Valdimar, Sverrir, Brynjar, Ragnar). Fiskuð víti: 2 (Ólafur Víðir, Brynjar). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson & Jónas Elíasson, flottir.
Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira