McLaren til varnar mistökum í mótum 26. maí 2010 15:15 Jenson Button á röltinu eftir að bíll hans bilaði í Móankó og hann varð að hætta keppni. mynd: Getty Images McLaren liðið hefur glutrað niður stigaforystunni sem Jenson Button var kominn með í stigakeppni ökumanna og liðið í keppni bílasmiða, eftir mótið í Mónakó á dögunum. McLaren keppir í Istanbúl í Tyrklandi um helgina. McLaren tapaði stigum þegar felga sprakk í mótinu í Barcelona og svo bilaði vélin í bíl Buttons, vegna þess að það gleymdist að fjarlægja hlut sem hefti kælingu vélarinnar fyrir mótið í Mónakó. ,,Við vorum hátt uppi eftir mótið í Kína, en svo höfum við tapað stigum í síðustu tveimur mótum. Slagurinn er harður og lítill munur á milli ökumanna og liða í stigamótunum og allt opið", sagði Jonathan Neal hjá McLaren á símafundi Vodafone, sem greint er frá á autosport.com. ,,Red Bull er ofan á núna, en ég er sannfærður um að svo verður ekki um mitt tímabilið. Þegar það er svona lítill munur á milli, þá má ekkert mistakast. Við verðum að koma í veg fyrir mistök. Red Bull getur sagt það sama, liðið hefur tapað stigum." ,,Á sumum brautum er Red Bull 0.8 sekúndum fljótari í hring, en í fyrra brúuðum við 2.5 sekúnda bil á milli okkar og þeirra fljótustu frá upphafi mótsins þar til í Ungverjalandi, þannig að það er vel hægt að minnka muninn. " ,,Við höfum ekki látið Button né Lewis (Hamilton) fá bíla sem býður upp á fremstu rásröðina og þeir hafa því verk að vinna. Það er liðsins að endurbæta bílinn. Það er engin sérstakur munur á akstursstíl Buttons eða Hamiltons sem veldur vandræðum. Þeir bremsa á sitthvoran hátt, en það þarf ekki að þróa ólíkar útgáfur bíla." ,,Við erum því ekki að skoða mismunandi fjöðrunarbúnað, en einbeitum okkur að því að finna meira niðurtog og að ná meira út úr dekkjunum. Það er eina leiðin til að minnka bilið í Red Bull", sagði Neal. Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
McLaren liðið hefur glutrað niður stigaforystunni sem Jenson Button var kominn með í stigakeppni ökumanna og liðið í keppni bílasmiða, eftir mótið í Mónakó á dögunum. McLaren keppir í Istanbúl í Tyrklandi um helgina. McLaren tapaði stigum þegar felga sprakk í mótinu í Barcelona og svo bilaði vélin í bíl Buttons, vegna þess að það gleymdist að fjarlægja hlut sem hefti kælingu vélarinnar fyrir mótið í Mónakó. ,,Við vorum hátt uppi eftir mótið í Kína, en svo höfum við tapað stigum í síðustu tveimur mótum. Slagurinn er harður og lítill munur á milli ökumanna og liða í stigamótunum og allt opið", sagði Jonathan Neal hjá McLaren á símafundi Vodafone, sem greint er frá á autosport.com. ,,Red Bull er ofan á núna, en ég er sannfærður um að svo verður ekki um mitt tímabilið. Þegar það er svona lítill munur á milli, þá má ekkert mistakast. Við verðum að koma í veg fyrir mistök. Red Bull getur sagt það sama, liðið hefur tapað stigum." ,,Á sumum brautum er Red Bull 0.8 sekúndum fljótari í hring, en í fyrra brúuðum við 2.5 sekúnda bil á milli okkar og þeirra fljótustu frá upphafi mótsins þar til í Ungverjalandi, þannig að það er vel hægt að minnka muninn. " ,,Við höfum ekki látið Button né Lewis (Hamilton) fá bíla sem býður upp á fremstu rásröðina og þeir hafa því verk að vinna. Það er liðsins að endurbæta bílinn. Það er engin sérstakur munur á akstursstíl Buttons eða Hamiltons sem veldur vandræðum. Þeir bremsa á sitthvoran hátt, en það þarf ekki að þróa ólíkar útgáfur bíla." ,,Við erum því ekki að skoða mismunandi fjöðrunarbúnað, en einbeitum okkur að því að finna meira niðurtog og að ná meira út úr dekkjunum. Það er eina leiðin til að minnka bilið í Red Bull", sagði Neal.
Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira