Kampavínssala heldur áfram að hrynja á Íslandi 29. desember 2010 21:00 Ólíkleg sjón Sala á kampavíni á Íslandi heldur áfram að minnka enda eru færri ástæður til að skála en í góðærinu.nordicphotos/getty „Það eru fáar vörutegundir sem hafa hrapað eins og kampavínið. Línuritið sem var á uppleið árið 2007 hefur alveg snúist við," segir Bjarni Brandsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Þrátt fyrir að ýmis teikn séu á lofti um efnahagslegan bata á Íslandi heldur sala á kampavíni áfram að hrynja. Rúmlega 16.000 lítrar seldust í ÁTVR árið 2007, en aðeins tveimur árum síðar var salan komin niður í 5.700 lítra. Salan í ár hefur minnkað um 28% og stefnir í að enda í rúmlega 4.000 lítrum. Haraldur Halldórsson hjá Vífilfelli segir líklegt að framleiðendur lækki verð á kampavíni á næsta ári í kjölfarið á minnkandi sölu. Kampavín er hreinræktuð lúxusvara og Bjarni hjá Ölgerðinni segir að það sé ein af ástæðunum fyrir þessari miklu sölurýrnun. „Það eru kannski færri ástæður til að skála," segir hann. „Svo spila erótísku staðirnir sem hættu í kjölfarið á hruninu inn í. Þar var salan orðin jafnvel meiri en í ÁTVR. Eftir hrun kom enginn þangað og allt datt niður. Þær voru náttúrlega á prósentum listakonurnar sem dönsuðu þar." Bjarni segir kampavínsneysluna hafa verið beintengda bankakerfinu og að salan á veitingahúsum hafi einnig hrunið í kjölfar falls þeirra. „Það voru eiginlega bara skilanefndirnar sem voru að kaupa," segir hann og hlær. „Það er samt glettileg sala á veitingahúsum. Það má kannski rekja til ferðamanna sem eru að sýna molbúafólkinu hvernig á að vera töff," segir hann. Lúxuskampavín á borð við Dom Pérignon var flutt inn í stórum stíl í góðærinu, þrátt fyrir að magnið sem var í boði hafi verið takmarkað. 900 flöskur voru fluttar inn árið 2007 og seldust þær upp. Bjarni segir innflutninginn á Dom Pérignon hafa snarminnkað, enda sé svo lítið keypt af því að erfitt sé að halda því í verslunum. Þessi þróun helst í hendur við þróun á sölu á öðrum vínum. Ódýrara freyðivín sækir í sig veðrið og sala á brandí eykst á meðan sala á koníaki minnkar, að sögn Bjarna. „Það verða örugglega fáir með sebrahestinn í mat um áramótin. Fólk er að skera niður," segir hann. atlifannar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
„Það eru fáar vörutegundir sem hafa hrapað eins og kampavínið. Línuritið sem var á uppleið árið 2007 hefur alveg snúist við," segir Bjarni Brandsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Þrátt fyrir að ýmis teikn séu á lofti um efnahagslegan bata á Íslandi heldur sala á kampavíni áfram að hrynja. Rúmlega 16.000 lítrar seldust í ÁTVR árið 2007, en aðeins tveimur árum síðar var salan komin niður í 5.700 lítra. Salan í ár hefur minnkað um 28% og stefnir í að enda í rúmlega 4.000 lítrum. Haraldur Halldórsson hjá Vífilfelli segir líklegt að framleiðendur lækki verð á kampavíni á næsta ári í kjölfarið á minnkandi sölu. Kampavín er hreinræktuð lúxusvara og Bjarni hjá Ölgerðinni segir að það sé ein af ástæðunum fyrir þessari miklu sölurýrnun. „Það eru kannski færri ástæður til að skála," segir hann. „Svo spila erótísku staðirnir sem hættu í kjölfarið á hruninu inn í. Þar var salan orðin jafnvel meiri en í ÁTVR. Eftir hrun kom enginn þangað og allt datt niður. Þær voru náttúrlega á prósentum listakonurnar sem dönsuðu þar." Bjarni segir kampavínsneysluna hafa verið beintengda bankakerfinu og að salan á veitingahúsum hafi einnig hrunið í kjölfar falls þeirra. „Það voru eiginlega bara skilanefndirnar sem voru að kaupa," segir hann og hlær. „Það er samt glettileg sala á veitingahúsum. Það má kannski rekja til ferðamanna sem eru að sýna molbúafólkinu hvernig á að vera töff," segir hann. Lúxuskampavín á borð við Dom Pérignon var flutt inn í stórum stíl í góðærinu, þrátt fyrir að magnið sem var í boði hafi verið takmarkað. 900 flöskur voru fluttar inn árið 2007 og seldust þær upp. Bjarni segir innflutninginn á Dom Pérignon hafa snarminnkað, enda sé svo lítið keypt af því að erfitt sé að halda því í verslunum. Þessi þróun helst í hendur við þróun á sölu á öðrum vínum. Ódýrara freyðivín sækir í sig veðrið og sala á brandí eykst á meðan sala á koníaki minnkar, að sögn Bjarna. „Það verða örugglega fáir með sebrahestinn í mat um áramótin. Fólk er að skera niður," segir hann. atlifannar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira