Alonso mun sækja til sigurs í Kóreu 13. október 2010 14:10 Fernando Alonso á Ferrari er í öðru sæti í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel. Mynd: Getty Images Fimm ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitili ökumanna og aðeins þremur mótum er ólokið. Næsta keppni fer fram á nýrri braut í Suður Kóreu, sem engin hefur keppt á og Fernando Alonso hjá Ferrari telur að lið sitt verði að sækja til sigurs. Mótið fer fram 24. október. Mark Webber er efstur í stigamóti ökumanna með 220 stig, en Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 206 stig, en Lewis Hamilton 192 og Jenson Button 189. Webber er í kjörstöðu að beita skynsamlegri keppnisáætlun, en trúlega verða keppinautar hans að sækja af dirfsku í þeim mótum sem eftir eru. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig og 14 stiga forskot Webbers er því fljótt að hverfa ef honum gengur ekki vel. "Við verðum að sækja í Kóreu og minnka bilið í Webber. Það yrði flókið mál ef bilið eykst meira og úrslitin þar gætu ráðið miklu fyrir suma ökumenn. Það verður mikilvægt fyrir mig að treysta á Felipe (Massa) og ég veit að hann mun gera sitt til að bæta upp slaka útkomu í síðustu tveimur mótum. Hann á alla möguleika á að komast á verðlaunapall", sagði Alonso í pistli á heimasíðu Ferrari, en autosport.com vitnar í Alonso í frétt í dag. "Það verður líka mikilvægt fyrir okkur að vinna saman og komast á öllum leyndarmálum nýju brautarinnar, þannig að bílarnir verði klárir í slaginn. Hvert smáatriði skiptir máli", sagði Alonso um brautina sem verður notuð í fyrsta skipti í Suður Kóreu. Alonso varð í þriðja sæti á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber í Japan, en hann sagði Red Bull bílinn henta sérlega vel á Suzuka brautina í Japan. Alonso varð fimmti í tímatökum í Japan og telur það ekki nóg til að ná settu marki í næsta móti. Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fimm ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitili ökumanna og aðeins þremur mótum er ólokið. Næsta keppni fer fram á nýrri braut í Suður Kóreu, sem engin hefur keppt á og Fernando Alonso hjá Ferrari telur að lið sitt verði að sækja til sigurs. Mótið fer fram 24. október. Mark Webber er efstur í stigamóti ökumanna með 220 stig, en Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 206 stig, en Lewis Hamilton 192 og Jenson Button 189. Webber er í kjörstöðu að beita skynsamlegri keppnisáætlun, en trúlega verða keppinautar hans að sækja af dirfsku í þeim mótum sem eftir eru. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig og 14 stiga forskot Webbers er því fljótt að hverfa ef honum gengur ekki vel. "Við verðum að sækja í Kóreu og minnka bilið í Webber. Það yrði flókið mál ef bilið eykst meira og úrslitin þar gætu ráðið miklu fyrir suma ökumenn. Það verður mikilvægt fyrir mig að treysta á Felipe (Massa) og ég veit að hann mun gera sitt til að bæta upp slaka útkomu í síðustu tveimur mótum. Hann á alla möguleika á að komast á verðlaunapall", sagði Alonso í pistli á heimasíðu Ferrari, en autosport.com vitnar í Alonso í frétt í dag. "Það verður líka mikilvægt fyrir okkur að vinna saman og komast á öllum leyndarmálum nýju brautarinnar, þannig að bílarnir verði klárir í slaginn. Hvert smáatriði skiptir máli", sagði Alonso um brautina sem verður notuð í fyrsta skipti í Suður Kóreu. Alonso varð í þriðja sæti á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber í Japan, en hann sagði Red Bull bílinn henta sérlega vel á Suzuka brautina í Japan. Alonso varð fimmti í tímatökum í Japan og telur það ekki nóg til að ná settu marki í næsta móti.
Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira