Eggert Magnússon verður eftirlitsmaður Knattspyrnusambands Evrópu á stórleik Barcelona og Stuttgart í Meistaradeildinni í kvöld.
Þetta er síðari viðureign þessara liða í sextán liða úrslitum keppninnar en fyrri leikurinn endaði með jafntefli 1-1.
Eggert, sem er fyrrum stjórnarformaður West Ham og fyrrum formaður KSÍ, hefur verið að taka að sér verkefni fyrir UEFA og var meðal annars eftirlitsmaður á leik Slóvakíu og San Marino í undankeppni HM í fyrra.