Kaupaukakerfi Kaupþings hvatti til mikillar áhættutöku 13. apríl 2010 10:59 Lánin stóðu í 60 milljörðum króna við fall bankans í byrjun október 2008. Kaupaukakerfi Kaupþings einkenndist af vilja stjórnarinnar og stærstu hluthafa til að hvetja starfsmenn og stjórnendur til mikillar áhættutöku. Merki þess má finna allt frá árinu 1994. Sú stefna hélst yfir allt það tímabil sem hér er til rannsóknar (janúar 2004 til október 2008). Hjá starfsmönnum Kaupþings var launamunur meiri en hjá starfsmönnum hinna bankanna tveggja. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar segir að heildarlaun þeirra 10% starfsmanna Kaupþings sem hæst laun höfðu voru með þeim hæstu hjá íslenskum bönkum á þessu tímabili. Þau voru að jafnaði um 15-18 sinnum laun þeirra starfsmanna sem höfðu meðallaun í bankanum. Það tók þá starfsmenn sem voru í hópi þeirra 10% sem höfðu lægstu launin þrjú ár að afla sömu tekna og 1% starfsmanna sem hæstu launin þáðu fengu á einum mánuði að meðaltali. Ljóst er að stjórnendur Kaupþings ákváðu, með samþykki hluthafa, að hverfa frá hvatalaunum í formi kaupréttarsamninga árið 2005 en veittu lykilstarfsmönnum þess í stað lán til hlutafjárkaupa til að ná sama markmiði. Lánin höfðu ýmsa kosti í för með sér fyrir stjórnendur. Ástæðan fyrir þessari umbreytingu á hvatalaununum mun hafa verið sú að stjórnendur Kaupþings vildu koma bankanum undan launakostnaði, kostnaði félagsins vegna opinberra gjalda, draga úr skattbyrði starfsmannanna vegna færslu úr tekjuskatti í fjármagnstekjuskatt, en einnig stuðla að því að vaxtakostnaður vegna lánanna yrði frádráttarbær frá skatti eins og í tilfelli forstjóra Kaupþings og forstjóra Kaupthing Singer & Friedlander sem færðu hluti sína síðar yfir í eignarhaldsfélög. Það vekur athygli að endurskoðendur skuli hafa látið þá samninga óátalda sem stjórnendur gerðu við bankann eftir að upphaflegar athugasemdir endurskoðendanna komu fram um að söluréttir á hlutabréfum í bankanum skyldu dregnir frá eigin fé bankans. Starfsmannalán Kaupþings voru af þeirri stærðargráðu að ljóst var að lántakendurnir væru vart borgunarmenn fyrir þeim ef hlutabréf Kaupþings lækkuðu verulega í verði, hvað þá ef Kaupþing yrði gjaldþrota og hlutabréfin þar með verðlaus. Lánin stóðu í 60 milljörðum króna við fall bankans í byrjun október 2008. Ástæða þess að hluthafafundur árið 2004 samþykkti að veita starfsmönnum sínum slík lán var að sögn formanns starfskjaranefndar, Ásgeirs Thoroddsen, en hann bar tillöguna upp á hluthafafundinum, sú að lánafyrirgreiðslunni hefði verið ætlað að binda saman hag hluthafa og stjórnenda. Það verður að teljast sérlega veikburða samræming hagsmuna ef starfsmenn njóta alls hagnaðar meðan vel gengur en hluthafar sitja uppi með alla áhættuna og þar með gríðarlegt tap ef illa gengur. Starfskjör Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings, t.d. lán til kaupa á 1,5% hlut í bankanum með sölurétti frá árinu 2003, tengdu saman hag hluthafa og stjórnenda með sérstæðum hætti. Tilhögunin fól í sér ávísun á áhættulausan hagnað til handa Sigurði en hvatinn sem felst í slíku kerfi er að auka áhættu í rekstri. Þetta hefur í för með sér að stjórnendur bankans leggja mögulega kapp á skjótfenginn gróða, með miklum og áhættusömum útlánum til skamms tíma, sem jafnframt felur í sér hættu á auknum vanskilum og útlánatöpum til lengri tíma. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að umfang beins og óbeins eignarhluta starfsmanna Kaupþings eða ávísun þar á, sem rekja má til starfs- og launasamninga, hafi verið svo mikið að það hafi verið til þess fallið að hvetja til aukinnar áhættusækni til skamms tíma og þar með til útlánastefnu sem gat orðið bankanum skaðleg. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Kaupaukakerfi Kaupþings einkenndist af vilja stjórnarinnar og stærstu hluthafa til að hvetja starfsmenn og stjórnendur til mikillar áhættutöku. Merki þess má finna allt frá árinu 1994. Sú stefna hélst yfir allt það tímabil sem hér er til rannsóknar (janúar 2004 til október 2008). Hjá starfsmönnum Kaupþings var launamunur meiri en hjá starfsmönnum hinna bankanna tveggja. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar segir að heildarlaun þeirra 10% starfsmanna Kaupþings sem hæst laun höfðu voru með þeim hæstu hjá íslenskum bönkum á þessu tímabili. Þau voru að jafnaði um 15-18 sinnum laun þeirra starfsmanna sem höfðu meðallaun í bankanum. Það tók þá starfsmenn sem voru í hópi þeirra 10% sem höfðu lægstu launin þrjú ár að afla sömu tekna og 1% starfsmanna sem hæstu launin þáðu fengu á einum mánuði að meðaltali. Ljóst er að stjórnendur Kaupþings ákváðu, með samþykki hluthafa, að hverfa frá hvatalaunum í formi kaupréttarsamninga árið 2005 en veittu lykilstarfsmönnum þess í stað lán til hlutafjárkaupa til að ná sama markmiði. Lánin höfðu ýmsa kosti í för með sér fyrir stjórnendur. Ástæðan fyrir þessari umbreytingu á hvatalaununum mun hafa verið sú að stjórnendur Kaupþings vildu koma bankanum undan launakostnaði, kostnaði félagsins vegna opinberra gjalda, draga úr skattbyrði starfsmannanna vegna færslu úr tekjuskatti í fjármagnstekjuskatt, en einnig stuðla að því að vaxtakostnaður vegna lánanna yrði frádráttarbær frá skatti eins og í tilfelli forstjóra Kaupþings og forstjóra Kaupthing Singer & Friedlander sem færðu hluti sína síðar yfir í eignarhaldsfélög. Það vekur athygli að endurskoðendur skuli hafa látið þá samninga óátalda sem stjórnendur gerðu við bankann eftir að upphaflegar athugasemdir endurskoðendanna komu fram um að söluréttir á hlutabréfum í bankanum skyldu dregnir frá eigin fé bankans. Starfsmannalán Kaupþings voru af þeirri stærðargráðu að ljóst var að lántakendurnir væru vart borgunarmenn fyrir þeim ef hlutabréf Kaupþings lækkuðu verulega í verði, hvað þá ef Kaupþing yrði gjaldþrota og hlutabréfin þar með verðlaus. Lánin stóðu í 60 milljörðum króna við fall bankans í byrjun október 2008. Ástæða þess að hluthafafundur árið 2004 samþykkti að veita starfsmönnum sínum slík lán var að sögn formanns starfskjaranefndar, Ásgeirs Thoroddsen, en hann bar tillöguna upp á hluthafafundinum, sú að lánafyrirgreiðslunni hefði verið ætlað að binda saman hag hluthafa og stjórnenda. Það verður að teljast sérlega veikburða samræming hagsmuna ef starfsmenn njóta alls hagnaðar meðan vel gengur en hluthafar sitja uppi með alla áhættuna og þar með gríðarlegt tap ef illa gengur. Starfskjör Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings, t.d. lán til kaupa á 1,5% hlut í bankanum með sölurétti frá árinu 2003, tengdu saman hag hluthafa og stjórnenda með sérstæðum hætti. Tilhögunin fól í sér ávísun á áhættulausan hagnað til handa Sigurði en hvatinn sem felst í slíku kerfi er að auka áhættu í rekstri. Þetta hefur í för með sér að stjórnendur bankans leggja mögulega kapp á skjótfenginn gróða, með miklum og áhættusömum útlánum til skamms tíma, sem jafnframt felur í sér hættu á auknum vanskilum og útlánatöpum til lengri tíma. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að umfang beins og óbeins eignarhluta starfsmanna Kaupþings eða ávísun þar á, sem rekja má til starfs- og launasamninga, hafi verið svo mikið að það hafi verið til þess fallið að hvetja til aukinnar áhættusækni til skamms tíma og þar með til útlánastefnu sem gat orðið bankanum skaðleg.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira