Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Hoffenheim er hann tryggði sínu mönnum annað stigið gegn Leverkusen í dag.
Gylfi skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu í fjórðu mínútu uppbótartímans þegar staðan var 2-1 fyrir Leverkusen. Vítaspyrnan, eins og sjá má á myndbandinu, var tekin af miklu öryggi.
Þetta var fimmta mark Gylfa í þýsku úrvalsdeildinni í vetur en hann hefur erið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur. Það er vonandi að þetta verði til þess að hann fái aftur tækifæri í byrjunarliðinu í næstu leikjum Hoffenheim.