Dmytro Chygrynskiy er farinn frá Barcelona eftir eins árs dvöl í Katalóníu. Hann kostaði Barcelona 25 milljónir punda en fer aftur til Shaktar Donetsk fyrir 15 milljónir.
Úkraínumaðurinn hárprúði stóð sig vel hjá Shaktar en náði sér aldrei á strik hjá Barcelona. Hann hafði ekki lengur áhuga á því að sitja á bekknum og langaði heim.
Hann er fyrsti Úkraínumaðurinn sem spilar fyrir Barcelona.
Chygrynskiy spilaði aðeins fjórtán leiki fyrir félagið en þessar 15 milljónir fara nú upp í sjóðinn sem Pep Guardiola hefur úr að ráða.
Barcelona tapaði 10 milljónum á Dmytro Chygrynskiy
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



