Lífið

Halda að þau séu vampírur

blóðþorsti Bandarísk ungmenni eru byrjuð að herma eftir Twilight-myndunum.
blóðþorsti Bandarísk ungmenni eru byrjuð að herma eftir Twilight-myndunum.

Bandarísk ungmenni taka vampíruæðið sem ríður yfir heiminn alvarlega og eru byrjuð að bíta hvert annað og sjúga blóðið. Þetta furðulega og hættulega æði kemur í kjölfar vinsælda Twilight-kvikmyndanna og bókanna og þátta á borð við True Blood.

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum vegna tískubylgjunnar meðal annars vegna smithættu. Þá segir Dr. Thomas Abshire, krabbameins- og blóðsérfræðingur að mikil hætta skapist þegar bitið er til blóðs vegna þess að munnur manna er „miklu skítugri en t.d. munnar hunda og katta.“

Dr. Orley Avitzur bætir við: „Þessir krakkar halda að þeir séu vampírur.“ Hann efast ekki um að tískubylgjan komi í kjölfar Twiligt-myndanna.

„Þessar táningsvampírur eru settar á háan stall og gerðar aðlaðandi og kynþokkafullar. Þessu er svo öllu blandað saman í pott með losta.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×