Fyrsta æfingin í sautján ár 30. september 2010 11:45 á æfingu S.H. Draumur á æfingu á Egilsstöðum fyrir endurkomutónleika sína. Sveitin hefur engu gleymt, að mati Dr. Gunna. Rokksveitin S.H. Draumur kom saman í æfingahúsnæði á Egilsstöðum um síðustu helgi í fyrsta sinn í sautján ár og undirbjó sig fyrir sína „bestu tónleika frá upphafi". Hljómsveitin goðsagnarkennda S.H. Draumur kom saman í fyrsta sinn í sautján ár þegar hún æfði í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum um síðustu helgi. Tilefnið er viðhafnar-útgáfa sveitarinnar í samstarfi við Kimi Records á plötunni Goð og tónleikar í kjölfarið, bæði á Airwaves-hátíðinni og víðar. Margir tónlistarunnendur bíða spenntir eftir endurkomu þessarar hráu og pönkuðu rokksveitar. „Við höfum engu gleymt," segir forsprakkinn Dr. Gunni. „Það var ljóst frá fyrstu æfingunni að þetta var allt þarna. Það þurfti bara aðeins að kveikja á því aftur. Þessi hljómsveit er einhvers konar eining. Hún hangir saman eins og það sé límband utan um hana." Aðrir meðlimir S.H. Draums eru trommarinn Birgir Baldursson og Steingrímur Birgisson gítarleikari. Sá síðarnefndi er búsettur á Egilsstöðum þar sem hann er skólastjóri Tónlistarskólans og því var ákveðið að nýta húsnæðið til æfinganna. Spilamennskan gekk hratt og örugglega fyrir sig þar sem rokkað var grimmt. „Þetta eru engar gamalmennaútgáfur af þessum lögum. Þetta er ekkert krúttkjaftæði," segir Dr. Gunni. Árið 1993 gaf S.H. Draumur út safnplötuna Allt heila klabbið og lagðist síðan í dvala. „Eftir á að hyggja var sú útgáfa misheppnuð. Músíkin var tekin beint af teipinu og ekkert gert í henni. Þetta var lágt, kraftlaust og ömurlegt en núna var ítrustu tækni beitt til að gera þetta ógeðslega flott," segir hann um Goð, eins og viðhafnarútgáfan nefnist. Gripið var til þess ráðs að skella gömlu upptökunum í bakarofn í hálfan sólarhring við 50 gráðu hita og sá Orri úr Slowblow um þá hlið mála. Útgáfudagur er 7. október og fimmtudaginn 14. október verða tónleikarnir á Nasa á Airwaves-hátíðinni þar sem Ham, Ensími og fleiri bönd stíga einnig á svið. „Þetta verða bestu tónleikar S.H. Draums frá upphafi," fullyrðir Dr. Gunni. Þeir sem ekki náðu að tryggja sér miða á Airwaves þurfa ekki að örvænta því fyrirhugaðir eru tvennir aðrir tónleikar S.H. Draums í Reykjavík og á Akureyri þar sem platan Goð verður spiluð í heild sinni. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Rokksveitin S.H. Draumur kom saman í æfingahúsnæði á Egilsstöðum um síðustu helgi í fyrsta sinn í sautján ár og undirbjó sig fyrir sína „bestu tónleika frá upphafi". Hljómsveitin goðsagnarkennda S.H. Draumur kom saman í fyrsta sinn í sautján ár þegar hún æfði í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum um síðustu helgi. Tilefnið er viðhafnar-útgáfa sveitarinnar í samstarfi við Kimi Records á plötunni Goð og tónleikar í kjölfarið, bæði á Airwaves-hátíðinni og víðar. Margir tónlistarunnendur bíða spenntir eftir endurkomu þessarar hráu og pönkuðu rokksveitar. „Við höfum engu gleymt," segir forsprakkinn Dr. Gunni. „Það var ljóst frá fyrstu æfingunni að þetta var allt þarna. Það þurfti bara aðeins að kveikja á því aftur. Þessi hljómsveit er einhvers konar eining. Hún hangir saman eins og það sé límband utan um hana." Aðrir meðlimir S.H. Draums eru trommarinn Birgir Baldursson og Steingrímur Birgisson gítarleikari. Sá síðarnefndi er búsettur á Egilsstöðum þar sem hann er skólastjóri Tónlistarskólans og því var ákveðið að nýta húsnæðið til æfinganna. Spilamennskan gekk hratt og örugglega fyrir sig þar sem rokkað var grimmt. „Þetta eru engar gamalmennaútgáfur af þessum lögum. Þetta er ekkert krúttkjaftæði," segir Dr. Gunni. Árið 1993 gaf S.H. Draumur út safnplötuna Allt heila klabbið og lagðist síðan í dvala. „Eftir á að hyggja var sú útgáfa misheppnuð. Músíkin var tekin beint af teipinu og ekkert gert í henni. Þetta var lágt, kraftlaust og ömurlegt en núna var ítrustu tækni beitt til að gera þetta ógeðslega flott," segir hann um Goð, eins og viðhafnarútgáfan nefnist. Gripið var til þess ráðs að skella gömlu upptökunum í bakarofn í hálfan sólarhring við 50 gráðu hita og sá Orri úr Slowblow um þá hlið mála. Útgáfudagur er 7. október og fimmtudaginn 14. október verða tónleikarnir á Nasa á Airwaves-hátíðinni þar sem Ham, Ensími og fleiri bönd stíga einnig á svið. „Þetta verða bestu tónleikar S.H. Draums frá upphafi," fullyrðir Dr. Gunni. Þeir sem ekki náðu að tryggja sér miða á Airwaves þurfa ekki að örvænta því fyrirhugaðir eru tvennir aðrir tónleikar S.H. Draums í Reykjavík og á Akureyri þar sem platan Goð verður spiluð í heild sinni. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira