Lífið

Spurð spjörum úr

tískudrós Blake Lively er spurð spjörunum úr af leikaranum Ben Affleck í viðtali við Interview Mag.
tískudrós Blake Lively er spurð spjörunum úr af leikaranum Ben Affleck í viðtali við Interview Mag.

Ben Affleck leikstýrir og fer með eitt aðalhlutverkið í spennumyndinni The Town sem frumsýnd verður bráðum. Blake Lively, sem hefur gert garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl, fer einnig með hlutverk í myndinni.

Tímaritið Interview Mag fékk Affleck til að taka langt og mikið viðtal við Lively þar sem hann spurði hana spjörunum úr. Í lokin er viðtalið meira eins og spjall tveggja vina og biður Affleck stúlkuna meðal annars að hætta að gagnrýna fataval sitt og kallar Lively tískudrós.

„Þökk sé fólki eins og þér að ég er tískutákn, því ef það er ekkert rangt þá er heldur ekkert rétt," svarar stúlkan um hæl. „Þú ert orðin miklu tíkarlegri eftir að við lukum við tökur á myndinni," segir Affleck þá.

Annars staðar spyr Affleck leikkonuna hvort hún eigi sér fyrirmyndir innan bransans og segist hún oftast svara þessari spurningu með því að nefna nafn einhvers karlleikara. „Það er fullt af góðum leikkonum til, en mér finnst karlmenn almennt fá betri og fleiri tækifæri heldur en konur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×