Franz Beckenbauer hefur gefið það í skyn að þýska stórliðið Bayern Munchen hafi áhuga á því að kaupa danska landsliðsframherjann Nicklas Bendtner frá Arsenal.
Bendtner hefur látið óánægju sína í ljós opinberlega vegna þess að hann fær lítið að spila hjá Arsene Wenger en stjóri Arsenal hefur þó gefið það út að Bendtner sé þó í framtíðarplönum hans.
„Bendtner er einn af leikmönnum sem hafa staðið sig vel með bæði landsliði og félagsliði og hefur hæfileika og getu til að spila í félagi eins og Bayern Munchen. Við höfum þegar fullt af klassaleikmönnum," sagði Beckenbauer við Daily Mirror.
Nicklas Bendtner var að glíma við meiðsli í upphafi tímabils en er búinn að skora 2 mörk í 4 leikjum með Arsenal-liðinu í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann skoraði 12 mörk í 31 leik á síðasta tímabili.
Beckenbauer segir Bayern hafa áhuga á Bendtner
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn


Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn




Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn