Jólaminning Gerður Kristný skrifar 20. desember 2010 06:00 Það var annar í jólum og úrhelli í höfuðborginni. Ég man það mjög vel því ég átti lítið barn og þurfti að vagga því í svefn úti undir vegg í dembunni. Við bjuggum við rólyndisgötu í Vesturbænum og þarna bjó fólk af ýmsu tagi. Ég man eftir prófessor sem skokkaði um hverfið, veisluglöðum fíkniefnasala, rólyndislegri söngkonu, strippurum sem ekið var til vinnu seint á kvöldin í strumpastrætó og lögfræðingi sem eitt sinn sást bera verk eftir Tolla inn til sín. Sem sagt, alls kyns fólk sem átti alls kyns áhugamál og stundaði alls kyns störf. Loks sofnaði barnið mitt en ég var ekki fyrr komin aftur inn til mín en ég heyrði sáran grát..Hann glumdi á milli húsa í gegnum rigningarhljóðið og hrakti mig út í svefnherbergisglugga. Hann sneri út í bakgarðana og meðfram þeim lá göngustígur. Eftir honum hljóp grátandi kona. Hún var allsnakin, holdvot og hélt höndunum fyrir barminn. Ég rauk út í von um að geta komið henni til aðstoðar en hún var á bak og burt. Nágrannarnir höfðu líka orðið varir við konuna og voru fyrr en varði komnir fram á stigagang. Þar ræddum við litla stund hvað gera skyldi og á endanum tók ég til bragðs að hringja í lögregluna. Ég sagði sem var, nakin kona hljóp grátandi um bakgarða í Vesturbænum. Skömmu síðar renndi lögreglubíll að og dágóða stund hringsólaði ég um hverfið með tveimur laganna þjónum. Satt best að segja virtust þeir ekki hafa gaman af að vera á vakt yfir hátíðarnar og mér fannst þeir bæði skapstyggir og áhugalausir. „Vertu róleg," gjammaði annar þeirra að mér þegar honum fannst mér vera of mikið niðri fyrir. Það hélt áfram að rigna og jólaseríurnar tindruðu á greinum trjánna. Allt var með kyrrum kjörum í bakgörðum hverfisins. Lögregluþjónarnir skutluðu mér aftur heim. Ég var lengi að ná úr mér ónotunum eftir að hafa séð þessa konu og heyrt í hana gráta svona sárt. Enn vona ég heitt og innilega að henni hafi verið hleypt aftur inn í hlýjuna, sem henni hafði vísast til líka verið vísað nakinni úr litlu áður. Oft hef ég líka velt því fyrir mér hver hún hafi verið og hvaðan hún kom. Að þeim orðum sögðum óska ég lesendum gleðilegrar jólahátíðar og hvet ykkur til að hafa auga hvert með öðru. Nú veitir ekki af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Gerður Kristný Skoðanir Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun
Það var annar í jólum og úrhelli í höfuðborginni. Ég man það mjög vel því ég átti lítið barn og þurfti að vagga því í svefn úti undir vegg í dembunni. Við bjuggum við rólyndisgötu í Vesturbænum og þarna bjó fólk af ýmsu tagi. Ég man eftir prófessor sem skokkaði um hverfið, veisluglöðum fíkniefnasala, rólyndislegri söngkonu, strippurum sem ekið var til vinnu seint á kvöldin í strumpastrætó og lögfræðingi sem eitt sinn sást bera verk eftir Tolla inn til sín. Sem sagt, alls kyns fólk sem átti alls kyns áhugamál og stundaði alls kyns störf. Loks sofnaði barnið mitt en ég var ekki fyrr komin aftur inn til mín en ég heyrði sáran grát..Hann glumdi á milli húsa í gegnum rigningarhljóðið og hrakti mig út í svefnherbergisglugga. Hann sneri út í bakgarðana og meðfram þeim lá göngustígur. Eftir honum hljóp grátandi kona. Hún var allsnakin, holdvot og hélt höndunum fyrir barminn. Ég rauk út í von um að geta komið henni til aðstoðar en hún var á bak og burt. Nágrannarnir höfðu líka orðið varir við konuna og voru fyrr en varði komnir fram á stigagang. Þar ræddum við litla stund hvað gera skyldi og á endanum tók ég til bragðs að hringja í lögregluna. Ég sagði sem var, nakin kona hljóp grátandi um bakgarða í Vesturbænum. Skömmu síðar renndi lögreglubíll að og dágóða stund hringsólaði ég um hverfið með tveimur laganna þjónum. Satt best að segja virtust þeir ekki hafa gaman af að vera á vakt yfir hátíðarnar og mér fannst þeir bæði skapstyggir og áhugalausir. „Vertu róleg," gjammaði annar þeirra að mér þegar honum fannst mér vera of mikið niðri fyrir. Það hélt áfram að rigna og jólaseríurnar tindruðu á greinum trjánna. Allt var með kyrrum kjörum í bakgörðum hverfisins. Lögregluþjónarnir skutluðu mér aftur heim. Ég var lengi að ná úr mér ónotunum eftir að hafa séð þessa konu og heyrt í hana gráta svona sárt. Enn vona ég heitt og innilega að henni hafi verið hleypt aftur inn í hlýjuna, sem henni hafði vísast til líka verið vísað nakinni úr litlu áður. Oft hef ég líka velt því fyrir mér hver hún hafi verið og hvaðan hún kom. Að þeim orðum sögðum óska ég lesendum gleðilegrar jólahátíðar og hvet ykkur til að hafa auga hvert með öðru. Nú veitir ekki af.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun