Kaupþing sýslaði grimmt með gjaldeyrinn rétt fyrir hrun Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. apríl 2010 19:42 Kaupþing voru duglegir að versla með gjaldeyrinn rétt fyrir hrun. Á þriggja mánaða tímabili, ári fyrir hrunið, keyptu fimm fyrirtæki alls 1,4 milljarða evra í framvirkum samningum af Kaupþingi. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að þessi gjaldeyrisviðskipti kunni að falla undir markaðsmisnotkun og hefur vísað málinu til sérstaks saksóknara. Þegar framvirkir gjaldeyrissamningar Kaupþings eru skoðaðir sést að viðskiptavinir Kaupþings voru heldur að taka stöðu með krónunni, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þegar staða einstakra aðila er skoðuð sést að það eru fyrst og fremst íslenskir lífeyrissjóðir sem seldu gjaldeyri en á kauphliðinni voru fimm fyrirtæki sem keyptu mest. Þetta voru Exista Trading ehf., Kjalar hf., Baugur Group hf., Jötunn Holding ehf. og Eignarhaldsfélagið ISP ehf. Frá því í nóvember 2007 og fram í janúar 2008 keyptu þessi fimm fyrirtæki tæplega 1,4 milljarða evra í framvirkum samningum og stundarviðskiptum við íslensku bankana. Meirihluta þess gjaldeyris keyptu þau af Kaupþingi. Þar sem þessi viðskipti voru mjög umfangsmikil miðað við fyrri viðskipti flestra þessara fyrirtækja vísaði rannsóknarnefndin málinu til ríkissaksóknara þar sem grunur leikur á að um markaðsmisnotkun hafi verið að ræða. Samningar þessara félaga eru gerðir í desember 2007 og janúar 2008 og kunna þeir, a.m.k. að hluta til, að skýra umsvifamikil kaup Kaupþings á gjaldeyri í stundarviðskiptum á þessu tímabili. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Á þriggja mánaða tímabili, ári fyrir hrunið, keyptu fimm fyrirtæki alls 1,4 milljarða evra í framvirkum samningum af Kaupþingi. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að þessi gjaldeyrisviðskipti kunni að falla undir markaðsmisnotkun og hefur vísað málinu til sérstaks saksóknara. Þegar framvirkir gjaldeyrissamningar Kaupþings eru skoðaðir sést að viðskiptavinir Kaupþings voru heldur að taka stöðu með krónunni, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þegar staða einstakra aðila er skoðuð sést að það eru fyrst og fremst íslenskir lífeyrissjóðir sem seldu gjaldeyri en á kauphliðinni voru fimm fyrirtæki sem keyptu mest. Þetta voru Exista Trading ehf., Kjalar hf., Baugur Group hf., Jötunn Holding ehf. og Eignarhaldsfélagið ISP ehf. Frá því í nóvember 2007 og fram í janúar 2008 keyptu þessi fimm fyrirtæki tæplega 1,4 milljarða evra í framvirkum samningum og stundarviðskiptum við íslensku bankana. Meirihluta þess gjaldeyris keyptu þau af Kaupþingi. Þar sem þessi viðskipti voru mjög umfangsmikil miðað við fyrri viðskipti flestra þessara fyrirtækja vísaði rannsóknarnefndin málinu til ríkissaksóknara þar sem grunur leikur á að um markaðsmisnotkun hafi verið að ræða. Samningar þessara félaga eru gerðir í desember 2007 og janúar 2008 og kunna þeir, a.m.k. að hluta til, að skýra umsvifamikil kaup Kaupþings á gjaldeyri í stundarviðskiptum á þessu tímabili.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira