Bréf til biskups Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 1. september 2010 06:00 Þegar ég var ungur vann ég í tvö sumur í sumarskóla einum fyrir einhverf börn. Hófst sá stutti starfsferill brösuglega en samstarfsmönnum mínum þótti ég eiga erfitt með að kenna krökkunum góðar umgengnisreglur. Svo keyrði um þverbak þegar kollegar mínir sáu sig nauðbeygða til að kenna mér sjálfum eitt og annað um umgengni. Mér var umhugað um að krakkarnir fengju að reyna sig í íþróttum og leikjum sem mest þeir máttu. Þær áherslur mættu síðan nokkurri andstöðu hjá samstarfsmönnum og yfirmanni eftir að það varð að tæma eina almenningssundlaug eftir stutta veru okkar þar. Ég undi því hag mínum illa og var eins og hálfdrættingur í starfsliðinu. Þá kemur þar um mitt sumar ný forstöðukona. Fylgdist hún grannt með í byrjun en gerði síðan breytingar á starfseminni með það fyrir augum að nýta áhugasvið hvers starfsmanns. Einnig leysti hún upp ýmsan óþarfa ávana í starfsliðinu sem hreiðra vill um sig í hugsunarleysinu. Fékk ég þá þann starfa að auka eftir fremsta megni íþróttaástundun og félagslíf krakkanna. Óhappið úr sundlauginni varð ekki til að draga úr þeirri kröfu nýju forstöðukonunnar og varð það guðspjall hvers dags hjá mér eftir það að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem verða á vegi einhverfs barns sem iðka vill íþróttir og tómstundir. Fram að þessu hafði ég ekki fundið annan tilgang með lífinu en þann að fara í bæinn um helgar, gutla á gítar og reykja Lucky Strike. Með þessari nýju ábyrgð fór hins vegar að örla á lífsgleði og þá teygðist úr tilganginum. Á sömu lund fór með aðra starfsmenn og sumarskólinn tók miklum stakkaskiptum. Nokkrum árum síðar fór þessi kona, hún Pála, á þinn fund. Erindið var ólíkt því sem hún átti við okkur í sumarskólanum, og þó. Rétt eins og þar ætlaði hún að láta á dyggð ykkar reyna svo að því sem þrifist hafði á þínum „vinnustað" yrði endanlega úthýst. Erindi mitt með þessu bréfi er að hvetja þig til að taka Pálu eins og engli, engill þýðir einmitt sendiboði á grísku, og vittu hvort ekki fari fyrir þjóðkirkjunni eins og sumarskólanum í denn. E.s. Um haustið var ég búinn að læra að ganga almennilega um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Þegar ég var ungur vann ég í tvö sumur í sumarskóla einum fyrir einhverf börn. Hófst sá stutti starfsferill brösuglega en samstarfsmönnum mínum þótti ég eiga erfitt með að kenna krökkunum góðar umgengnisreglur. Svo keyrði um þverbak þegar kollegar mínir sáu sig nauðbeygða til að kenna mér sjálfum eitt og annað um umgengni. Mér var umhugað um að krakkarnir fengju að reyna sig í íþróttum og leikjum sem mest þeir máttu. Þær áherslur mættu síðan nokkurri andstöðu hjá samstarfsmönnum og yfirmanni eftir að það varð að tæma eina almenningssundlaug eftir stutta veru okkar þar. Ég undi því hag mínum illa og var eins og hálfdrættingur í starfsliðinu. Þá kemur þar um mitt sumar ný forstöðukona. Fylgdist hún grannt með í byrjun en gerði síðan breytingar á starfseminni með það fyrir augum að nýta áhugasvið hvers starfsmanns. Einnig leysti hún upp ýmsan óþarfa ávana í starfsliðinu sem hreiðra vill um sig í hugsunarleysinu. Fékk ég þá þann starfa að auka eftir fremsta megni íþróttaástundun og félagslíf krakkanna. Óhappið úr sundlauginni varð ekki til að draga úr þeirri kröfu nýju forstöðukonunnar og varð það guðspjall hvers dags hjá mér eftir það að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem verða á vegi einhverfs barns sem iðka vill íþróttir og tómstundir. Fram að þessu hafði ég ekki fundið annan tilgang með lífinu en þann að fara í bæinn um helgar, gutla á gítar og reykja Lucky Strike. Með þessari nýju ábyrgð fór hins vegar að örla á lífsgleði og þá teygðist úr tilganginum. Á sömu lund fór með aðra starfsmenn og sumarskólinn tók miklum stakkaskiptum. Nokkrum árum síðar fór þessi kona, hún Pála, á þinn fund. Erindið var ólíkt því sem hún átti við okkur í sumarskólanum, og þó. Rétt eins og þar ætlaði hún að láta á dyggð ykkar reyna svo að því sem þrifist hafði á þínum „vinnustað" yrði endanlega úthýst. Erindi mitt með þessu bréfi er að hvetja þig til að taka Pálu eins og engli, engill þýðir einmitt sendiboði á grísku, og vittu hvort ekki fari fyrir þjóðkirkjunni eins og sumarskólanum í denn. E.s. Um haustið var ég búinn að læra að ganga almennilega um.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun