Gleðigjafinn Sigurður Eggertsson, leikmaður Gróttu í handbolta, telur engar líkur vera á því að Grótta vinni FH í Eimskipsbikarnum í kvöld. Sigurður segir í samtali við grottasport.is að ef Grótta vinni leikinn muni Kristján Arason, þjálfari FH, fá tapið afskrifað og þar með vinna leikinn.
Sigurður er þeim eiginleikum gæddur að sjá spaugilegu hliðina á hlutunum og enginn íþróttamaður hér á landi sem svarar spurningum á álíka hátt og Sigurður.
Hann fer mikinn í viðtalinu á grottasport.is og svarar engri spurningu á alvarlegan hátt. Viðtalið er þó stórskemmtilegt en það má sjá í heild sinni hér.
Leikur Gróttu og FH hefst klukkan 20.00 á Seltjarnarnesi.