Rúrik Gíslason lék síðustu 15 mínúturnar fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið vann öruggan útisigur á Nordsjælland, 1-4.
Johan Absalonen, Kalilou Traore, Espen Ruud og Hans Erik Andeasen skoruðu mörk OB en Andreas Bjelland skoraði mark heimamanna.
OB stökk með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar. FCK er með yfirburðastöðu á toppnum.