Akureyringar eru í góðum málum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni eftir fjögurra marka sigur á HK, 34-30, í Digranesi í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var í 4. sætinu og með eins stigs forskot á HK fyrir leikinn en nú komið með þriggja stiga forskot á fimmta sætið.
Leikurinn var jafn framan af og Akureyri var einu marki yfir í hálfleik, 17-16. Akureyringar byrjuðu seinni hálfleik hinsvegar af miklum krafti, skoruðu tvö fyrstu mörk hans og voru komnir með fimm marka forskot. 23-18, áður fyrr en varði.
Akureyrarliðið var síðan með góð tök á leiknum eftir það og vann að lokum sannfærandi fjögurra marka sigur.
Árni Þór Sigtryggsson skoraði 10 mörk fyrir Akureyri þar af átta þeirra í fyrri hálfleik og Heimir Örn Árnason skoraði 7 mörk þar af fimm þeirra í seinni. Hinn ungi Guðmundur Hólmar Helgason lék líka vel og skoraði 6 mörk. Valdimar Fannar Þórsson skoraði 7 mörk fyrir HK.
HK-Akureyri 30-34 (16-17)
Mörk HK (skot): Valdimar Fannar Þórsson 7/1 (16/2), Sverrir Hermannsson 6 (17), Atli Ævar Ingólfsson 5 (7), Bjarki Már Gunnarsson 4 (4), Bjarki Már Elísson 3 (4), Ólafur Víðir Ólafsson 3 (6), Hákon Hermannsson Bridde 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1(3).
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20 (47/1, 43%), Lárus Helgi Ólafsson 4 (11/2, 36%)
Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki 2, Valdimar 2, Hákon, Atli).
Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 10 (14), Oddur Grétarsson 7/3 (12/3), Heimir Örn Árnason 7 (9), Guðmundur Hólmar Helgason 6 (12), Bergvin Gíslason 2 (3), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Geir Guðmundsson (2), Jónatan Þór Magnússon (4).
Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 6/1 (18/2, 33%), Hafþór Einarsson 16 (35/1, 46%)
Hraðaupphlaup: 7 (Heimir 2, Oddur, Guðlaugur, Hreinn, Guðmundur, Árni).

