Enski boltinn

Bendtner hefur stuðning stjórans eftir klúðurleikinn mikla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicklas Bendtner hittir ekki boltann í leiknum á móti Burnley.
Nicklas Bendtner hittir ekki boltann í leiknum á móti Burnley. Mynd/Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, stendur fast við danska framherjans Nicklas Bendtner þrátt fyrir ótrúlegt færaklúður hans í leiknum á móti Burnley um helgina. Bendtner verður væntanlega í byrjunarliði Arsenal á móti Portó í Meistaradeildinni í kvöld.

Hinn 22 ára Nicklas Bendtner klúðraði hverju færinu á fætur öðru á móti Burnley og hitti ekki markið í þeim flestum ef ekki öllum. Bendtner hefur „aðeins" skorað 3 mörk í 15 deildaleikjum með Arsenal á tímabilinu.

„Hann er á uppleið og hann er farinn að skila meiru til liðsins," sagði Arsene Wenger. „Hann klúðraði vissulega mörgum góðum færum á laugardaginn en allir ungir framherjar fara í gegnum svoleiðis leiki. Hann mun skoða af hverju hann klikkaði á þessum færum og klárar þau í næsta leik," sagði Wenger.

„Nicklas er virkilega að bæta sig þessa dagana og þetta var bara einn leikur. Hann er sterkur andlega og ef hann er vonsvikinn með öll þessi færi þá ætti það bara auka löngunina í að skora í næsta leik," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×