Ógeðið Freddy Krueger slær aftur í gegn 6. maí 2010 05:30 Leikarinn Jackie Earle Haley er á öðrum slóðum í hryllingsmyndinni en þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna í vor. Maðurinn með hnífafingurna, Freddy Krueger, er aftur mættur á hvíta tjaldið til að hrella kvikmyndahúsagesti. Og svo virðist sem bandarískir kvikmyndaáhugamenn hafi saknað herra Kruegers því myndin slátraði allri samkeppni um síðustu helgi í Bandaríkjunum. Myndin halaði inn rúmlega þrisvar sinnum meira en How to Train Your Dragon sem situr í öðru sæti listans. Gamanmyndin Date Night með Steve Carell og Tinu Fey er í öðru sæti. Myndin er endurgerð á gömlu hryllingsmyndinni hans Wes Craven frá árinu 1984 þar sem Freddy birtist fyrst. Þá var Robert Englund í hlutverki Freddy en leikarinn lék fjöldamorðingjann í alls sjö myndum. Englund er hins vegar víðsfjarri í nýju útgáfunni því það er Jackie Earle Haley sem leikur hann núna. Þótt ótrúlegt megi virðast þá var Jackie þessi tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Little Children þar sem hann fór á kostum á móti Kate Winslet og Jennifer Connelly. Hann er á eilítið annarri og ögn blóðugri slóð í sinni nýjustu mynd. Hann er þó ekki algjör nýliði í grímubransanum í bíómyndum þar sem hann fór með hlutverk Rorschach í Watchmen hér um árið. Hér má sjá sýnishornið úr nýju Nightmare on Elm Street. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Maðurinn með hnífafingurna, Freddy Krueger, er aftur mættur á hvíta tjaldið til að hrella kvikmyndahúsagesti. Og svo virðist sem bandarískir kvikmyndaáhugamenn hafi saknað herra Kruegers því myndin slátraði allri samkeppni um síðustu helgi í Bandaríkjunum. Myndin halaði inn rúmlega þrisvar sinnum meira en How to Train Your Dragon sem situr í öðru sæti listans. Gamanmyndin Date Night með Steve Carell og Tinu Fey er í öðru sæti. Myndin er endurgerð á gömlu hryllingsmyndinni hans Wes Craven frá árinu 1984 þar sem Freddy birtist fyrst. Þá var Robert Englund í hlutverki Freddy en leikarinn lék fjöldamorðingjann í alls sjö myndum. Englund er hins vegar víðsfjarri í nýju útgáfunni því það er Jackie Earle Haley sem leikur hann núna. Þótt ótrúlegt megi virðast þá var Jackie þessi tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Little Children þar sem hann fór á kostum á móti Kate Winslet og Jennifer Connelly. Hann er á eilítið annarri og ögn blóðugri slóð í sinni nýjustu mynd. Hann er þó ekki algjör nýliði í grímubransanum í bíómyndum þar sem hann fór með hlutverk Rorschach í Watchmen hér um árið. Hér má sjá sýnishornið úr nýju Nightmare on Elm Street.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira