Málefnaleg viðmið Þorsteinn Pálsson skrifar 17. júlí 2010 06:00 Í umræðum um kaup Magma á HS orku er stöðugt ruglað saman erlendri fjárfestingu í orkuframleiðslu og orkulindum. Nokkrir starfsmenn Ríkisútvarpsins ohf. virðast hafa það á starfsskrá sinni að rugla fólk í ríminu um þessi efni. Kanadíska fyrirtækið hefur ekki fjárfest eina krónu í íslenskum orkulindum. Eftir lögum má ekki selja opinberar orkulindir. Fyrirtækið hefur hins vegar fjárfest í orkuframleiðslufyrirtæki og leigir nýtingarrétt á orku til langs tíma. Landsvirkjun selur útlendingum orku frá nokkrum virkjunum með samningum til margra áratuga. Orkulindin er ekki nýtt til annars á meðan. Erfitt er að meta með nákvæmni þann arð sem þjóðin hefur haft af nýtingu orkuauðlinda í opinberri eigu. Það skýrist meðal annars af því að hún hefur notið arðseminnar að hluta til með tiltölulega lágu raforkuverði. Fyrir ári var birt skýrsla sem núverandi fjármálaráðherra lét vinna um arðsemi orkusölu til stóriðju. Einn af höfundum skýrslunnar, Sigurður Jóhannesson hagfræðingur, skrifaði nýlega í tímaritið Vísbendingu um Magma kaupin. Niðurstaða hans er sú að greiðslur fyrirtækisins til eigenda orkulindanna á Suðurnesjum séu framför frá því sem verið hefur og landsmenn muni hagnast á breytingunni. Með öðrum orðum: Þjóðin er að njóta arðsemi af erlendri fjárfestingu í orkuframleiðslu án þess að orkuauðlindin sjálf hafi verið seld. Þetta er ávöxtur þeirrar breytingar sem gerð var á orkulögunum 2008. Málið snýst einfaldlega ekki um sölu á auðlindinni. Málefnaleg pólitísk viðmið sýna að í þessu máli er einvörðungu tekist á um hvort leyfa á erlenda fjárfestingu í atvinnustarfsemi án eignarréttar á auðlindum. Takmörkun á því væri óráð og andstæð almanna hagsmunum.Flokkspólitísk markmið Hafa verður í huga að aðeins eru tvö ár síðan farið var að greina á milli orkulinda og orkuframleiðslu. Áður voru þessir tveir þættir ein órjúfanleg heild. Við þær aðstæður voru deilur eins og þessar skiljanlegri. Nú er augljóst að þeir sem almennt eru á móti erlendri fjárfestingu eru að notfæra sér að enn má rugla þessum þáttum saman í huga fólks. Ríkisútvarpið tekur þátt í því. Ástæðan fyrir þessari villandi umræðu liggur fyrst og fremst í þeim pólitíska vanda sem klofningurinn í VG hefur valdið. Samstarfsáætlunin við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn gerir ráð fyrir umtalsverðri nýrri fjárfestingu í orkufrekum iðnaði. Forysta VG féllst á þessa áætlun eins og Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu gert í fyrri ríkisstjórn. Vinstri armur VG taldi frá upphafi að flokkurinn hefði með því gefið of mikið eftir af grundvallar andstöðu flokksins við erlenda fjárfestingu og orkufrekan iðnað. Vinstri armur VG hefur því ákveðið nota þetta mál sem prófstein á styrkleikahlutföll innan flokksins. Krafa þeirra er riftun á gerðum samningum sem Alþingi hefur ekki heimild til. Forystan er í veikri stöðu og fylgir á eftir. Forysta Samfylkingarinnar treður marvaðann. Hún vill verja orðinn hlut en býðst til að þrengja að erlendri fjárfestingu í framtíðinni. Heimssýnarvængur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið einarða afstöðu með vinstri armi VG. Það er til marks um að Heimssýnarsamstarfið er smátt og smátt að færast á fleiri pólitísk svið. Tilgangurinn er þó fyrst og fremst sá að veikja forystu Samfylkingarinnar. Það hefur tekist að nokkru leyti með því að hún er komin á undanhald frá samkomulaginu um orkulögin 2008. Af þessu má ráða að flokkspólitísku markmiðin með umræðunni eru nokkuð skýr.Pólitískar flækjur Þessum flokks- og innanflokkspólitísku markmiðum fylgja nokkrar flækjur. Hluti stuðningsmanna Samfylkingarinnar hefur svipuð viðhorf í þessum efnum og vinstri armur VG. Stærri hlutinn hefur hins vegar frjálslyndari og öfgalausari afstöðu og hefur lengst af átt meiri samleið með Sjálfstæðisflokknum þegar komið hefur að hagnýtingu orku til hagsbóta fyrir fólkið í landinu. Samfylkingin þarf venjulega að verja landamæri sín til tveggja átta. Þegar forystumenn Samfylkingarinnar hafa látið undan VG á þessu sviði hafa þeir opnað hin landamærin fyrir Sjálfstæðisflokkinn og auðveldað honum að höfða til frjálslyndari kjósenda sinna. Nú gæti Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar lent í klemmu. Fái kjósendur á tilfinninguna að sjónarmið Heimssýnar séu ráðandi í Sjálfstæðisflokknum á þessu sviði getur hann ekki með trúverðugum hætti höfðað til frjálslyndari kjósenda Samfylkingarinnar. Að því leyti hjálpar afstaða Heimssýnar forystu Samfylkingarinnar. Svo gæti því farið að Samfylkingunni lánaðist af þessum sökum að halda stjórnarsamstarfinu saman með því að gefa eftir gagnvart vinstri armi VG og án þess að eiga á hættu að missa fylgi til Sjálfstæðisflokksins. Þetta er vond staða þegar þörf er á öfgalausri og málefnalegri stefnumótun í þágu fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Í umræðum um kaup Magma á HS orku er stöðugt ruglað saman erlendri fjárfestingu í orkuframleiðslu og orkulindum. Nokkrir starfsmenn Ríkisútvarpsins ohf. virðast hafa það á starfsskrá sinni að rugla fólk í ríminu um þessi efni. Kanadíska fyrirtækið hefur ekki fjárfest eina krónu í íslenskum orkulindum. Eftir lögum má ekki selja opinberar orkulindir. Fyrirtækið hefur hins vegar fjárfest í orkuframleiðslufyrirtæki og leigir nýtingarrétt á orku til langs tíma. Landsvirkjun selur útlendingum orku frá nokkrum virkjunum með samningum til margra áratuga. Orkulindin er ekki nýtt til annars á meðan. Erfitt er að meta með nákvæmni þann arð sem þjóðin hefur haft af nýtingu orkuauðlinda í opinberri eigu. Það skýrist meðal annars af því að hún hefur notið arðseminnar að hluta til með tiltölulega lágu raforkuverði. Fyrir ári var birt skýrsla sem núverandi fjármálaráðherra lét vinna um arðsemi orkusölu til stóriðju. Einn af höfundum skýrslunnar, Sigurður Jóhannesson hagfræðingur, skrifaði nýlega í tímaritið Vísbendingu um Magma kaupin. Niðurstaða hans er sú að greiðslur fyrirtækisins til eigenda orkulindanna á Suðurnesjum séu framför frá því sem verið hefur og landsmenn muni hagnast á breytingunni. Með öðrum orðum: Þjóðin er að njóta arðsemi af erlendri fjárfestingu í orkuframleiðslu án þess að orkuauðlindin sjálf hafi verið seld. Þetta er ávöxtur þeirrar breytingar sem gerð var á orkulögunum 2008. Málið snýst einfaldlega ekki um sölu á auðlindinni. Málefnaleg pólitísk viðmið sýna að í þessu máli er einvörðungu tekist á um hvort leyfa á erlenda fjárfestingu í atvinnustarfsemi án eignarréttar á auðlindum. Takmörkun á því væri óráð og andstæð almanna hagsmunum.Flokkspólitísk markmið Hafa verður í huga að aðeins eru tvö ár síðan farið var að greina á milli orkulinda og orkuframleiðslu. Áður voru þessir tveir þættir ein órjúfanleg heild. Við þær aðstæður voru deilur eins og þessar skiljanlegri. Nú er augljóst að þeir sem almennt eru á móti erlendri fjárfestingu eru að notfæra sér að enn má rugla þessum þáttum saman í huga fólks. Ríkisútvarpið tekur þátt í því. Ástæðan fyrir þessari villandi umræðu liggur fyrst og fremst í þeim pólitíska vanda sem klofningurinn í VG hefur valdið. Samstarfsáætlunin við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn gerir ráð fyrir umtalsverðri nýrri fjárfestingu í orkufrekum iðnaði. Forysta VG féllst á þessa áætlun eins og Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu gert í fyrri ríkisstjórn. Vinstri armur VG taldi frá upphafi að flokkurinn hefði með því gefið of mikið eftir af grundvallar andstöðu flokksins við erlenda fjárfestingu og orkufrekan iðnað. Vinstri armur VG hefur því ákveðið nota þetta mál sem prófstein á styrkleikahlutföll innan flokksins. Krafa þeirra er riftun á gerðum samningum sem Alþingi hefur ekki heimild til. Forystan er í veikri stöðu og fylgir á eftir. Forysta Samfylkingarinnar treður marvaðann. Hún vill verja orðinn hlut en býðst til að þrengja að erlendri fjárfestingu í framtíðinni. Heimssýnarvængur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið einarða afstöðu með vinstri armi VG. Það er til marks um að Heimssýnarsamstarfið er smátt og smátt að færast á fleiri pólitísk svið. Tilgangurinn er þó fyrst og fremst sá að veikja forystu Samfylkingarinnar. Það hefur tekist að nokkru leyti með því að hún er komin á undanhald frá samkomulaginu um orkulögin 2008. Af þessu má ráða að flokkspólitísku markmiðin með umræðunni eru nokkuð skýr.Pólitískar flækjur Þessum flokks- og innanflokkspólitísku markmiðum fylgja nokkrar flækjur. Hluti stuðningsmanna Samfylkingarinnar hefur svipuð viðhorf í þessum efnum og vinstri armur VG. Stærri hlutinn hefur hins vegar frjálslyndari og öfgalausari afstöðu og hefur lengst af átt meiri samleið með Sjálfstæðisflokknum þegar komið hefur að hagnýtingu orku til hagsbóta fyrir fólkið í landinu. Samfylkingin þarf venjulega að verja landamæri sín til tveggja átta. Þegar forystumenn Samfylkingarinnar hafa látið undan VG á þessu sviði hafa þeir opnað hin landamærin fyrir Sjálfstæðisflokkinn og auðveldað honum að höfða til frjálslyndari kjósenda sinna. Nú gæti Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar lent í klemmu. Fái kjósendur á tilfinninguna að sjónarmið Heimssýnar séu ráðandi í Sjálfstæðisflokknum á þessu sviði getur hann ekki með trúverðugum hætti höfðað til frjálslyndari kjósenda Samfylkingarinnar. Að því leyti hjálpar afstaða Heimssýnar forystu Samfylkingarinnar. Svo gæti því farið að Samfylkingunni lánaðist af þessum sökum að halda stjórnarsamstarfinu saman með því að gefa eftir gagnvart vinstri armi VG og án þess að eiga á hættu að missa fylgi til Sjálfstæðisflokksins. Þetta er vond staða þegar þörf er á öfgalausri og málefnalegri stefnumótun í þágu fólksins.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun