Umfjöllun: Haukar gáfu tóninn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2010 22:16 Arnar Guðmundsson, sonur Guðmundar Hrafnkelssonar, tekur skot að marki Haukanna í kvöld. Mynd/Daníel Haukar fengu fyrstu stig vetrarins í N1-deild karla er liðið vann góðan útisigur á Val í Vodafone-höllinni, 30-26. Haukar tóku afgerandi forystu undir lok fyrri hálfleiks og voru með sjö marka forystu þegar flautað var til leikhlés, 20-13. Munurinn varð snemma tíu mörk í þeim síðari og það var ekki fyrr en að varamenn Hauka fengu stærra hlutverk í leiknum að Valsmenn náðu að koma sér í takt við leikinn. Niðurstaðan var fjögurra marka sigur sem fyrr segir en í raun var sigur Íslands- og bikarmeistaranna aldrei í hættu. Aron Rafn Eðvarðsson kom inn á fyrir Birki Ívar Guðmundsson snemma í fyrri hálfleik og átti mjög góðan leik. Hann varði alls nítján skot í leiknum og var með 49 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Það var þó Björgvin Björgvinsson sem lagði grunni að sigri Hauka með mögnuðum leik í fyrri hálfleik. Hann skoraði þá helming marka Haukanna, tíu talsins, en alls skoraði hann tólf í leiknum. Hann var allt í öllu í sóknarleiknum og gaf fjölmargar stoð- og línusendingar. Sóknarleikur Hauka var kröftugur og hraður og Valsvörnin réði engan veginn við hann, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Vals að sama skapi var nokkuð bitlaus lengst af í leiknum. Ingvar Guðmundsson, markvörður Vals, hrökk svo í gang um miðbik seinni hálfleiks og náði þá að loka marki heimamanna í heilar sextán mínútur. En það skipti í raun engu máli - munurinn var orðinn það mikill að Valsmönnum dugði ekki tíminn sem eftir var í leiknum. Valur - Haukar 26 - 30 (13-20) Mörk Vals (skot): Anton Rúnarsson 7 (14), Sturla Ásgeirsson 5/3 (6/4), Valdimar F. Þórsson 5/3 (11/4), Gunnar Harðarson 4 (6), Finnur Ingi Stefánsson 2 (4), Arnar Guðmundsson 2 (6), Orri Freyr Gíslason 1 (2).Varin skot: Ingvar Kr. Guðmundsson 10/1 (37/2, 27%), Friðrik Sigmarsson 0 (3/1).Hraðaupphlaup: 4 (Anton 2, Finnur Ingi 1, Gunnar 1).Fiskuð víti: 8 (Anton 4, Finnur Ingi 1, Gunnar 1, Arnar 1, Jón Björgvin 1).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 12 (14), Heimir Óli Heimisson 7 (7), Guðmundur Árni Ólafsson 5/1 (8/1), Stefán Rafn Sigurmannsson 4/1 (7/2), Gísli Jón Þórisson 1 (2), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (2), Tjörvi Þorgeirsson (2), Jónatan Ingi Jónsson (1).Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 19/2 (39/7, 49%), Birkir Ívar Guðmundsson 0 (6/1).Hraðaupphlaup: 6 (Stefán Rafn 2, Björgvin Þór 2, Guðmundur Árni 1, Heimir Óli 1).Fiskuð víti: 3 (Gísli Jón 1, Heimir Óli 1, Þórður Rafn 1). Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Komust vel frá verkefninu. Olís-deild karla Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Sjá meira
Haukar fengu fyrstu stig vetrarins í N1-deild karla er liðið vann góðan útisigur á Val í Vodafone-höllinni, 30-26. Haukar tóku afgerandi forystu undir lok fyrri hálfleiks og voru með sjö marka forystu þegar flautað var til leikhlés, 20-13. Munurinn varð snemma tíu mörk í þeim síðari og það var ekki fyrr en að varamenn Hauka fengu stærra hlutverk í leiknum að Valsmenn náðu að koma sér í takt við leikinn. Niðurstaðan var fjögurra marka sigur sem fyrr segir en í raun var sigur Íslands- og bikarmeistaranna aldrei í hættu. Aron Rafn Eðvarðsson kom inn á fyrir Birki Ívar Guðmundsson snemma í fyrri hálfleik og átti mjög góðan leik. Hann varði alls nítján skot í leiknum og var með 49 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Það var þó Björgvin Björgvinsson sem lagði grunni að sigri Hauka með mögnuðum leik í fyrri hálfleik. Hann skoraði þá helming marka Haukanna, tíu talsins, en alls skoraði hann tólf í leiknum. Hann var allt í öllu í sóknarleiknum og gaf fjölmargar stoð- og línusendingar. Sóknarleikur Hauka var kröftugur og hraður og Valsvörnin réði engan veginn við hann, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Vals að sama skapi var nokkuð bitlaus lengst af í leiknum. Ingvar Guðmundsson, markvörður Vals, hrökk svo í gang um miðbik seinni hálfleiks og náði þá að loka marki heimamanna í heilar sextán mínútur. En það skipti í raun engu máli - munurinn var orðinn það mikill að Valsmönnum dugði ekki tíminn sem eftir var í leiknum. Valur - Haukar 26 - 30 (13-20) Mörk Vals (skot): Anton Rúnarsson 7 (14), Sturla Ásgeirsson 5/3 (6/4), Valdimar F. Þórsson 5/3 (11/4), Gunnar Harðarson 4 (6), Finnur Ingi Stefánsson 2 (4), Arnar Guðmundsson 2 (6), Orri Freyr Gíslason 1 (2).Varin skot: Ingvar Kr. Guðmundsson 10/1 (37/2, 27%), Friðrik Sigmarsson 0 (3/1).Hraðaupphlaup: 4 (Anton 2, Finnur Ingi 1, Gunnar 1).Fiskuð víti: 8 (Anton 4, Finnur Ingi 1, Gunnar 1, Arnar 1, Jón Björgvin 1).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 12 (14), Heimir Óli Heimisson 7 (7), Guðmundur Árni Ólafsson 5/1 (8/1), Stefán Rafn Sigurmannsson 4/1 (7/2), Gísli Jón Þórisson 1 (2), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (2), Tjörvi Þorgeirsson (2), Jónatan Ingi Jónsson (1).Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 19/2 (39/7, 49%), Birkir Ívar Guðmundsson 0 (6/1).Hraðaupphlaup: 6 (Stefán Rafn 2, Björgvin Þór 2, Guðmundur Árni 1, Heimir Óli 1).Fiskuð víti: 3 (Gísli Jón 1, Heimir Óli 1, Þórður Rafn 1). Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Komust vel frá verkefninu.
Olís-deild karla Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Sjá meira