Það urðu heldur betur óvænt úrslit í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar nýliðar Kaiserslautern unnu sigur á stórliði FC Bayern 2-0.
Kaiserslautern á dygga stuðningsmenn hér á landi sem fagna þessum sigri væntanlega vel en liðið fer vel af stað og hefur unnið báða leiki sína til þessa.
Króatarnir Ivo Ilicevic og Srdan Lakic sáu um markaskorunina í kvöld en FC Bayern er með þrjú stig eftir tvo leiki.