Spánverjinn Fernando Alonso keppir ekki um besta tíma í tímatökunni í Mónakó í hádeginu þar sem honum hlekktist á þegar hann ók á æfingu í morgun og Ferrari liðinu tekst ekki að gera við bílinn í tæka tíð. Vefur autosport.com greinir frá þessu.
Alonso verður því að ræsa frá þjónustusvæðinu í keppninni á morgun, þar sem hann verður í raun í 24. sæti og borinn von að hann geti náð góðum árangri í mótinu.
Alonso var með besta tíma þegar hann keyrði utan í grindverk sem afmarkar brautinni á tiltölulega hröðum kafla rétt þegar hann var að nálgast spílavítið fræga.