Umfjöllun: HK-sigur á Akureyri fleytti liðinu í úrslitakeppnina Hjalti Þór Hreinsson skrifar 5. apríl 2010 22:04 Gunnar Magnússon hefur náð frábærum árangri með HK. Fréttablaðið Þar sem Valur vann FH í N1-deild karla í handbolta í kvöld var ljóst að liðið sem vann á Akureyri kæmist í úrslitakeppnina og það var hlutskipti HK. Kópavogsbúar voru sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og unnu sanngjarnan 22-24 sigur. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, setti sjálfan sig í leikmannahópinn á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað með liðinu á tímabilinu. Hörður Fannar Sigþórsson var meiddur og því fyllti Rúnar í skarðið. Hann kom inn á undir lokin og stóð fyrir sínu. Akureyri hafði tapað þremur leikjum í röð og breytti útaf sinni hefðbundu 6-0 vörn í byrjun í 5+1 vörn þar sem Valdimar Fannar Þórsson var tekinn úr umferð. Það gekk ágætlega en vörn Akureyrar var ekki slæm, en þó ekki mikið betri en það. Hörður Flóki varði ágætlega fyrir aftan hana, níu skot í fyrri hálfleik. Tveir Akureyringar í lið HK voru atkvæðamiklir í byrjun, Sveinbjörn varði frábærlega og Atli Ævar Ingólfsson skoraði fyrstu fjögur mörk HK. Í stöðunni 1-5 tók Akureyri leikhlé. Sveinbjörn varði alls 19 skot í fyrri hálfleik, þar af fimmtán á fyrstu fimmtán mínútunum. Samt náði HK ekki afgerandi forystu. Ótrúlegar tölur hjá Sveinbirni og án þess að gera lítið úr þessari 68% markvörslu í fyrri hálfleik voru mörg skot Akureyringa ævintýralega slök. Bæði lið gerðu mörg fáránleg mistök, hentu boltanum frá sér ítrekað til að mynda. Niðurstaðan var leiðinlegur hálfleikur þar sem Sveinbjörn og markvarsla hans stóðu upp úr. Engin brottvísun var í fyrri hálfleiknum. Staðan 9-13 í hálfleik. Akureyri byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði þrjú fyrstu mörkin. Seinni hálfleikur var æsispennandi eftir það og tveimur mörkum munaði mest á liðunum. HK var alltaf í forystunni og Akureyringum gekk erfiðlega að jafna. Það tókst loks þegar átta mínútur voru eftir og staðan 20-20. Gestirnir voru sterkari á lokasprettinum. Agaður sóknarleikur þeirra var lykillinn að sigrinum undir lokin þegar vörn liðsins slakaði á. HK-ingar spiluðu mjög skynsamlega í sókninni og töfðu leikinn mjög vel. Niðurstaðan góður sigur HK, 22-24. Sveinbjörn var eðlilega besti maður þeirra en Atli Ævar Ingólfsson og Bjarki Már Gunnarsson leiddu sóknina frábærlega. Hjá Akureyri stóð enginn upp úr, Oddur átti ágætan leik og Hörður Flóki líka. Liðið saknaði lykilmanna sinna í leiknum, Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason voru báðir slakir í kvöld. Akureyri þarf nú að vinna Hauka á Ásvöllum í lokaumferðinni. Þeir eru þó enn með hlutina í sínum höndum, þrátt fyrir allt. Ef HK vinnur FH kemst liðið einnig áfram.Akureyri-HK 22-24 (9-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/4 (14), Árni Þór Sigtryggsson 5 (16), Guðmundur H. Helgason 3 (8), Halldór Logi Árnason 2 (2), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Jónatan Magnússon 1 (4), Heimir Örn Árnason 0 (6), Andri Snær Stefánsson 0 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (44) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Guðmundur 2, Guðlaugur 2, Oddur).Fiskuð víti: 4 (Árni, Oddur, Hreinn, Andri).Utan vallar: 4 mín.Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 7 (9), Bjarki Már Gunnarsson 6 (10), Bjarki Már Elísson 3/2 (4), Valdimar Þórsson 3 (10), Ragnar Hjaltested 2 (4), Sverrir Hermannsson 2 (12), Hákon Hermannsson Bridde 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 0 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 26 (48) 54%Hraðaupphlaup: 1 (Ragnar).Fiskuð víti: 2 (Valdimar, Atli).Utan vallar: 4 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverrisson. Frábærir lengst af, misstu aðeins tökin í lokin. Olís-deild karla Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Þar sem Valur vann FH í N1-deild karla í handbolta í kvöld var ljóst að liðið sem vann á Akureyri kæmist í úrslitakeppnina og það var hlutskipti HK. Kópavogsbúar voru sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og unnu sanngjarnan 22-24 sigur. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, setti sjálfan sig í leikmannahópinn á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað með liðinu á tímabilinu. Hörður Fannar Sigþórsson var meiddur og því fyllti Rúnar í skarðið. Hann kom inn á undir lokin og stóð fyrir sínu. Akureyri hafði tapað þremur leikjum í röð og breytti útaf sinni hefðbundu 6-0 vörn í byrjun í 5+1 vörn þar sem Valdimar Fannar Þórsson var tekinn úr umferð. Það gekk ágætlega en vörn Akureyrar var ekki slæm, en þó ekki mikið betri en það. Hörður Flóki varði ágætlega fyrir aftan hana, níu skot í fyrri hálfleik. Tveir Akureyringar í lið HK voru atkvæðamiklir í byrjun, Sveinbjörn varði frábærlega og Atli Ævar Ingólfsson skoraði fyrstu fjögur mörk HK. Í stöðunni 1-5 tók Akureyri leikhlé. Sveinbjörn varði alls 19 skot í fyrri hálfleik, þar af fimmtán á fyrstu fimmtán mínútunum. Samt náði HK ekki afgerandi forystu. Ótrúlegar tölur hjá Sveinbirni og án þess að gera lítið úr þessari 68% markvörslu í fyrri hálfleik voru mörg skot Akureyringa ævintýralega slök. Bæði lið gerðu mörg fáránleg mistök, hentu boltanum frá sér ítrekað til að mynda. Niðurstaðan var leiðinlegur hálfleikur þar sem Sveinbjörn og markvarsla hans stóðu upp úr. Engin brottvísun var í fyrri hálfleiknum. Staðan 9-13 í hálfleik. Akureyri byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði þrjú fyrstu mörkin. Seinni hálfleikur var æsispennandi eftir það og tveimur mörkum munaði mest á liðunum. HK var alltaf í forystunni og Akureyringum gekk erfiðlega að jafna. Það tókst loks þegar átta mínútur voru eftir og staðan 20-20. Gestirnir voru sterkari á lokasprettinum. Agaður sóknarleikur þeirra var lykillinn að sigrinum undir lokin þegar vörn liðsins slakaði á. HK-ingar spiluðu mjög skynsamlega í sókninni og töfðu leikinn mjög vel. Niðurstaðan góður sigur HK, 22-24. Sveinbjörn var eðlilega besti maður þeirra en Atli Ævar Ingólfsson og Bjarki Már Gunnarsson leiddu sóknina frábærlega. Hjá Akureyri stóð enginn upp úr, Oddur átti ágætan leik og Hörður Flóki líka. Liðið saknaði lykilmanna sinna í leiknum, Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason voru báðir slakir í kvöld. Akureyri þarf nú að vinna Hauka á Ásvöllum í lokaumferðinni. Þeir eru þó enn með hlutina í sínum höndum, þrátt fyrir allt. Ef HK vinnur FH kemst liðið einnig áfram.Akureyri-HK 22-24 (9-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/4 (14), Árni Þór Sigtryggsson 5 (16), Guðmundur H. Helgason 3 (8), Halldór Logi Árnason 2 (2), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Jónatan Magnússon 1 (4), Heimir Örn Árnason 0 (6), Andri Snær Stefánsson 0 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (44) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Guðmundur 2, Guðlaugur 2, Oddur).Fiskuð víti: 4 (Árni, Oddur, Hreinn, Andri).Utan vallar: 4 mín.Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 7 (9), Bjarki Már Gunnarsson 6 (10), Bjarki Már Elísson 3/2 (4), Valdimar Þórsson 3 (10), Ragnar Hjaltested 2 (4), Sverrir Hermannsson 2 (12), Hákon Hermannsson Bridde 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 0 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 26 (48) 54%Hraðaupphlaup: 1 (Ragnar).Fiskuð víti: 2 (Valdimar, Atli).Utan vallar: 4 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverrisson. Frábærir lengst af, misstu aðeins tökin í lokin.
Olís-deild karla Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira