Dagur Kári margfalt fórnarlamb öskunnar 28. apríl 2010 08:00 Paul Dano komst á frumsýninguna sem Dagur segir að hafi gengið vel. Getty Images/Nordic Photos Kvikmyndin The Good Heart var frumsýnd við hátíðlega athöfn í Landmark Sunshine-kvikmyndahúsinu í New York. Askan frá Eyjafjallajökli setti smá strik í reikninginn. „Ég átti að koma heim á laugardaginn en þá var öllu flugi aflýst. Ég er bara að bíða eftir opnum glugga, vonandi verður það á morgun [í dag]," segir kvikmyndaleikstjórinn Dagur Kári Pétursson. Kvikmynd hans The Good Heart var frumsýnd í síðustu viku í New York að viðstöddum einum af aðalleikurum myndarinnar, Paul Dano. Brian Cox, sem leikur hitt aðalhlutverkið, gat ekki verið viðstaddur sýninguna því hann var fastur í Belgrad vegna eldgossins og öskunnar frá Eyjafjallajökli. Dagur segir frumsýninguna engu síður hafa gengið mjög vel. Og að eldgosið hafi eilítið hjálpað til við kynningu á myndinni. Þannig var BBC með nokkuð ítarlegt innslag um myndina og í því kemur fram að Ísland hafi upp á meira að bjóða en bara Ísland. „Ég hef nú nokkrum sinnum komið til New York og fólk hefur varla vitað að Ísland væri til. En undanfarin tvö ár hefur landið verið nánast stanslaust í heimspressunni og maður má varla fara út í sjoppu án þess að lenda í hrókasamræðum um ástandið heima," segir Dagur og bætir því við að fram að þessu hafi flestir haldið að „Iceland" væri bara skautahöll. En askan frá föðurlandinu setti fleira úr skorðum hjá Degi því The Good Heart var kjörin besta kvikmyndin á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Kraká í Póllandi. „Ég komst ekki út af tveimur ástæðum; annars vegar var búið að lýsa yfir þjóðarsorg í Póllandi út af sviplegu andláti forsetans og hins vegar var ekkert flogið til Póllands út af eldgosinu," segir Dagur en samkvæmt visir.is eru verðlaunin ekkert slor heldur rúm ein milljón íslenskra króna. „Já, ég hafði heyrt af þessari upphæð en ég trúi þessu ekki fyrr en ég sé þetta með mínum eigin augum." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Tengdar fréttir Dagur Kári vinnur rúma milljón í verðlaun The Good Heart, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, fékk áhorfendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Kraká. 27. apríl 2010 11:00 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin The Good Heart var frumsýnd við hátíðlega athöfn í Landmark Sunshine-kvikmyndahúsinu í New York. Askan frá Eyjafjallajökli setti smá strik í reikninginn. „Ég átti að koma heim á laugardaginn en þá var öllu flugi aflýst. Ég er bara að bíða eftir opnum glugga, vonandi verður það á morgun [í dag]," segir kvikmyndaleikstjórinn Dagur Kári Pétursson. Kvikmynd hans The Good Heart var frumsýnd í síðustu viku í New York að viðstöddum einum af aðalleikurum myndarinnar, Paul Dano. Brian Cox, sem leikur hitt aðalhlutverkið, gat ekki verið viðstaddur sýninguna því hann var fastur í Belgrad vegna eldgossins og öskunnar frá Eyjafjallajökli. Dagur segir frumsýninguna engu síður hafa gengið mjög vel. Og að eldgosið hafi eilítið hjálpað til við kynningu á myndinni. Þannig var BBC með nokkuð ítarlegt innslag um myndina og í því kemur fram að Ísland hafi upp á meira að bjóða en bara Ísland. „Ég hef nú nokkrum sinnum komið til New York og fólk hefur varla vitað að Ísland væri til. En undanfarin tvö ár hefur landið verið nánast stanslaust í heimspressunni og maður má varla fara út í sjoppu án þess að lenda í hrókasamræðum um ástandið heima," segir Dagur og bætir því við að fram að þessu hafi flestir haldið að „Iceland" væri bara skautahöll. En askan frá föðurlandinu setti fleira úr skorðum hjá Degi því The Good Heart var kjörin besta kvikmyndin á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Kraká í Póllandi. „Ég komst ekki út af tveimur ástæðum; annars vegar var búið að lýsa yfir þjóðarsorg í Póllandi út af sviplegu andláti forsetans og hins vegar var ekkert flogið til Póllands út af eldgosinu," segir Dagur en samkvæmt visir.is eru verðlaunin ekkert slor heldur rúm ein milljón íslenskra króna. „Já, ég hafði heyrt af þessari upphæð en ég trúi þessu ekki fyrr en ég sé þetta með mínum eigin augum." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Tengdar fréttir Dagur Kári vinnur rúma milljón í verðlaun The Good Heart, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, fékk áhorfendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Kraká. 27. apríl 2010 11:00 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Dagur Kári vinnur rúma milljón í verðlaun The Good Heart, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, fékk áhorfendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Kraká. 27. apríl 2010 11:00