David N'Gog skoraði bæði mörk Liverpool í 2-0 sigri á FK Rabotnicki í fyrri leik liðanna í undankeppni Evrópudeildar UEFA.
Leikurinn fór fram í Skopje í Makedóníu en liðin mætast á ný á Anfield í næstu viku. Þeir ensku eru því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn.
N'Gog kom Liverpool yfir strax á 17. mínútu með marki af stuttu færi í kjölfar aukaspyrnu Lucas Leiva.
Hann skoraði svo síðara markið á 58. mínútu, einnig af stuttu færi, eftir fyrirgjöf Martin Kelly frá hægri kantinum.